Ferðalag 1 hluti :)

Yndislegt að vera komin í smá frí. Flugferðin var frábær, ég hélt að ég myndi fara í svona röri eins og var fyrir nokkrum árum en Nei það var þessi líka fína flugvél (veit ekkert hvað hún heitir) fór rosalega vel um okkur öll 6 hehe. Á höfn átti ég eftir að fá far á Grænahraun og vonaðist til að hitta einhvern sem ég þekkti og sá þá Hauk á Starmýri sem var svo elskulegur að skutla mér Smile Hjá ömmu (sem beið eftir mér með kaffi og vínarbrauðTounge) var gott að vera. Þetta er einstök kona svo æðrulaus og sátt við sitt. Ég ætla sko að nota hana sem fyrirmynd. Hún hefur alltaf eitthvað fyrir stafni og kann ekki að láta sér leiðast Wink. Á fimmtudeginum var frábært veður, snjór yfir öllu, heiðskýrt og logn. Fór í langan göngutúr með hundinum á bænum henni Birtu og hún ákvað að vera alltaf á veginum svo bílarnir 4 sem fóru framhjá voru eiginlega fyrir henni LoL. Höfðum við amma það bara notalegt og spjölluðum og púsluðum saman, gaman Happy Á föstudeginum fór ég svo á Djúpavog með honum Stjána, alltaf gaman að þvælast með Stjána (ætli hann hafi fengið einhverjar kleinur hehe.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband