Hreyfing

Það er þetta með hreyfinguna Smile ég hef verið svoldið mikið fyrir að hreyfa mig undanfarin ár eða frá því ég hætti að reykja og fór að geta hreyft á mér lappirnar aftur því ég var langt komin með að reykja þær undan mér (ekkert smá þakklát fyrir að hafa tekist að losna undan þessu böli). Ég byrjaði hjá Sigrúnu á Djúpavogi frekar rólega en hún kveikti í mér og síðan hafa engin bönd geta haldið mér.Hjá henni lærði ég að meta pallatímana. Þegar ég flutti í bæinn fór ég að fara í Hreyfingu og líkaði mjög vel, sérstaklega við pallatímana hjá Valdísi, síðan flutti ég í Hafnarfjörð og svo kom vinnan mín líka þangað og ég hafði svo skamman tíma til að komast í tíma hjá henni, það var annaðhvort að valda stórtjóni á bílnum eða láta lögguna taka mig fyrir glanna- og of hraðan akstur Devil þannig að ég hætti og fór í Hress en alltaf saknaði ég Valdísar því það er alltaf svo mikið stuð í tímunum hjá henni. Núna er hún komin í Sporthúsið og ég hætt í Hress þannig að ég flutti mig þangað og er búin að fara í nokkra tíma hjá henni og það er eins og að vera komin heim svo mikið fæ ég út úr þessum tímum hjá henni. Áfram Valdís LoL 

Nú er mikið um að vera á næstunni ég skil þetta ekki Woundering venjulega er svona frekar lítið að gera hjá mér í félagslífinu, bara þetta daglega líf og rólegheit um helgar. En svo kemur nóvember og þá verður allt brjálað, þetta hefur verið svona undanfarið 3 ár og svo byrjar ballið eftir helgi. Ég er að fara austur til ömmu og svo á Djúpavog og Breiðdalsvík (ætla að reyna að ná spilakveldi á föstudagskveldinu Anna Sigrún sagði mér að það yrði spilaðLoL) svo er vinnan að fara til London mar ekkert smá og svo eru blessuð jólin á næsta leiti og öll afmælin, það er alda framundan 3 í nóv. og 5 í des. ég ætla ekki að fara ræða hvað margir eru í jan. og feb. strax það kemur síðar en aldan gengur yfir í lok feb. eftir það eru bara svona eitt og eitt LoL En þar til næst hafði það sem allra best.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Frábært að vera laus við helvítis reykingarnar

Kristberg Snjólfsson, 3.11.2007 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband