Fyrsti snjórinn

Stundum á ég það til að vakna snemma( mjög oft en stundum ligg ég lengi undir sænginni) en ekki í morgun, hafði enga eirð í mér og fór framúr rétt um átta og viti menn bara kominn snjór og það bara þokkalega mikið. Ég dreif mig í föt og út í göngutúr, marraði skemmtilega undir fótunum og blankalogn YNDISLEGT við kirkjuna var búið að gera flottan snjókall (gleymdi að taka mynd af honum) úti var ég í rúman klukkutíma og svo beint í heitt og notalegt bað á eftir. Eftir hádegi skruppum við í bíltúr, náðum í pabba Gunnars og fórum austur fyrir fjall og kíktum á Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Stokkseyri þetta var bara ánægjulegt á Stokkseyri er hús sem heitir Vegamót og bjuggu afi og amma Gunnars þar og hvíla í kirkjugarðinum á Stokkseyri sem við kíktum á. Fórum síðan á Selfoss og fengum okkur kaffi og snúða í Nóatúni Smile Frábært veður í allan dag, sól og logn hvert sem við fórum. Kíktum líka á húsið hans Gunnþórs sem hann var að kaupa á Selfossi, sáum nú bara utan á það grænt og fínt hehe. Hafið góðar stundir þar til næst Wink

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Þó skárra að hafa smá snjó heldur en sífellt rok og lemjandi rigningu

Kristberg Snjólfsson, 29.10.2007 kl. 07:26

2 Smámynd: Margrét M

jamm gott að fá snjó og frost eftir alla rigninguna undanfarið

Margrét M, 29.10.2007 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband