24.10.2007 | 22:01
Góðar fréttir
Já svo sannarlega góðar fréttir, hann Jói var að fá niðurstöður úr sneiðmyndatökunni og á þeim fannst brot í hryggjarlið nr.10 sem virðist liggja rétt og er að gróa vel. Hann þarf að passa sig á að lyfta ekki þungu og fara vel með sig fram í desember (spurning hvort hann geti það). Þungu fargi af mér létt því það hefði verið mikið mál ef brotið hefði verið farið að gróa skakkt og hann endað með krippu eða þurft að brjóta allt upp til að laga. Hryggbrot er sko ekkert grín hef ég heyrt. Nú á hann bara að bryðja parkódín þar til þetta er gróið namminamm. Hafið það gott þar til næst
Athugasemdir
Frábært að fá góðar fréttir um börnin sýn
Kristberg Snjólfsson, 25.10.2007 kl. 09:03
það er gott að eitthvað kom út úr þessum myndum
Margrét M, 26.10.2007 kl. 15:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.