18.10.2007 | 09:28
Skemmtilegur dagur
Ekki þarf maður að gera mikið til að lyfta sér aðeins upp hehe ég fór í mat til Sigrúnar vinkonu og við komumst að því að við værum búnar að þekkjast frá því sept. 01 vááá hvað tíminn er fljótur að líða. Ég fékk grænmetislasanja að borða sem var rosalega gott (fékk uppskriftina svo ég get prufað á öðrum) Síðan æfðum við Elín Birna smá fimleika og Magnús í Batmangallanum fór í splitt hehe (æðislegt). Síðan var sest við spilin ég og Elín Birna fórum í veiðimann (hún hefur alltaf unnið mig ) nema í kvöld þá hafði ég vinninginn en þá skipti hún bara um spil og við spiluðum Fléttu og þá fór sko daman að vinna hehe. Síðan sýndi hún mér hvað hún er dugleg að læra og svo skellti ég mér á fund og þar hitti ég fullt af fólki sem ég hafði ekki hitt í svoldin tíma Frábær dagur
Athugasemdir
Margrét M, 18.10.2007 kl. 13:45
Mig langar til að sjá þig fara í splitt
Kristberg Snjólfsson, 18.10.2007 kl. 15:22
Já því gæti ég trúað Kiddi en þanngað hef ég aldrei farið hehe
Kristín Jóhannesdóttir, 18.10.2007 kl. 16:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.