Jói minn ...

Það gengur ekki nógu vel hjá Jóa mínum. Honum hefur ekki liðið vel í bakinu eftir áreksturinn og læknirinn hélt að þetta væri bara tognun Devil sendur heim með verkja- og bólgueyðandi töflur. Mér hafði verið bent á að láta Jóa hafa samband við lögfræðing út af árekstrinum og mikið er ég þakklát þeirri manneskju því sú kona sendir hann til Bæklunarsérfræðings sem sendir drenginn í myndatöku og segir svo við hann ég hringi ef eitthvað slæmt kemur í ljós SmileFrown Læknirinn hringir í gær (á laugardegi) og segir við hann að það sé einn hryggjarliður brotinn og hann þurfi að fara í sneiðmyndatöku eftir helgi og þá verði metið hvort þurfi að skera eða eitthvað að gera.FrownHann megi ekki lyfta þungu eða reyna mikið á sig. Hann fór nú samt á næturvakt  síðastliðna nótt (vinnur á Subway) og fer sennilega aftur í nótt (frekar þrjóskur drengur) hann ætlar að vinna nokkrar vaktir í viðbót til að eiga nóg af peningum (einn dýr í rekstri). Jæja nóg af slæmum fréttum. Er að búa til sviðasultu mmmmm. Hafið góðan dag Happy

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Takk fyrir góðar móttökur og vonandi verður allt í lagi með pjakkinn

Kristberg Snjólfsson, 14.10.2007 kl. 20:51

2 Smámynd: Margrét M

Kristín mín. kærar þakkir fyrir kaffi og góðan mat

Margrét M, 15.10.2007 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband