11.10.2007 | 21:38
Daglegt líf.....
Mér finnst hversdagslífið alltaf svo skemmtilegt því ég er komin á þann stað þar sem ég vil vera, gaman í vinnunni (skemmtilegt fólk) hehe, yndislega fjölskyldu, líður vel hef góða heilsu, á ömmubarn og heilsuhrausta stráka og hef eignast tengdadóttur sem er frábær. Ekkert smá rík
og þakklát fyrir að eiga svona mikið. Góða vini og allt jíbbííí. Gunnþór og fjölskylda, og Jói komu í mat í kveld, svaka gaman að fá þau, Gulla brosti til ömmu sinnar og lýsti upp daginn (er ég nokkuð að verða væmin hehe). Var að baka bananabrauð og bíð spennt eftir að það kólni til að geta fengið mér mjólk og bananabrauð með smjöri og osti namminamm. Hafið góðar stundir þar til næst
Skjáumst. Og Kiddi þetta orð notum við því ég sé þig ekki heldur skjáumst við 



Athugasemdir
Ég sé þig alveg það er þessi fína mynd af þér á síðunni þannig að ef að mér fer að líða voðalega ylla þá bara skoða ég hana
Kristberg Snjólfsson, 12.10.2007 kl. 08:02
Krístín ég held að þér líði of vel , held að þú sért að verða rugluð "skjáumst"
Margrét M, 12.10.2007 kl. 08:44
Trúlega líður mér ofvel. Líklega kemur eitthvað sem skemmir þetta og þá oftast ég sjálf
Ég ætla bara að njóta á meðan 
Kristín Jóhannesdóttir, 12.10.2007 kl. 10:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.