1.10.2007 | 22:38
Gamlir bílar og skellinöðrur
Var að velta því fyrir mér hvort er betra að eiga gamlan bíl eða nýjan. Jói minn er að ganga í gegnum eitthvað óhappaskeið. Fyrir hálfum mánuði þá keyrði bíll í veg fyrir hann og bíllinn eyðilagðist hann tognaði á hálsi og hlið. Á föstudag fór hann á bílnum í vinnuna sem hann keypti í þokkalegu standi að hann hélt og á leiðinni þá bara ákveður eitt hjólið að yfirgefa bílinn og hann lendir á staur, sem betur fer þá var hann ekki á mikilli ferð en þetta fer nú ekkert vel með líkamann að lenda oft í svona pústrum. Bíllinn er frekar illa farin en hann ætti að geta selt hann í varahluti og svolleiðis. Á hann ekki bara að kaupa sér nýjan ( sé hann nú í anda á einum nýjum) þá myndu nú öll hjólin haldast undir honum og ég sofa betur hehe.
Hannes hans Gunna er komin með æfingaleyfi á skellinöðru og keyrir um allt, svaka flottur. Þeir voru þrír félagarnir að rúnta í gær og löggan stoppar þá, Hannes var sá eini sem var rétt búinn Flott hjá honum (kostar tuð samt) löggan setti út á klæðnað hinna strákanna og ákvað að sekta þá ekki í þetta sinn. Það er ekki nóg að vera bara með hjálm það þarf alklæðnað en þessir strákar hugsa bara það kemur ekkert fyrir mig, allt í lagi einu sinni. Ég man bara eftir því að Jói sleppti hjólahjálminum einu sinni og varð fyrir bíl í það skiptið, slapp með skrámur, heilahristing og mjög bólgið andlit HEPPINN málið er bara það eru ekki allir svona heppnir Guð veri með þeim sem ekki reyna að verja sig á réttan hátt.
Athugasemdir
vonandi gengur þetta óhappa skeið yfir hjá Jóa. Hannes heppin að vera sá eini sem var með réttan búnað ..
Margrét M, 2.10.2007 kl. 08:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.