29.9.2007 | 16:21
Hvað er best að gera í rigningu
Já það er spurning hvað er að gera í rigningu ? það er sko margt
Ég fór á bókasafnið í morgun og fann mér góðar bækur ( notalegt að lesa í rigningu) síðan fór ég að baka skinkuhorn því það var von á gesti í mat í hádeginu fínt að bjóða upp á heitt brauð og súpu. Þvo þvott og taka til, síðan fór ég í tölvuna að vinna smá verkefni sem ég tók með mér úr vinnunni og svo núna ætla ég að klæða mig (eftir veðri náttúrulega
) og fara út í góðan göngutúr. Skoða hvalinn sem rak hér á land Andanefja held ég að hann heiti. Skjáumst 



Athugasemdir
Nú andanefja hann líkist þá Gunna
Kristberg Snjólfsson, 30.9.2007 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.