27.9.2007 | 21:29
Klippari
Maður er mjög fjölhæfur eða þannig Strákarnir mínir, tengdadóttir og barnabarn komu í kvöld og borðuðu hjá okkur snilldar fiskibollur alla Gunni
Hann er sko góður kokkur. Síðan var ráðist að snoða nokkra hausa. Það var kominn svo mikill lubbi á þá báða að vélin reif í hárið á þeim hún erfiðaði svo mikið
slæmt fyrir þá, þeim var nær að koma ekki fyrr hehe.
Ég hef ekki spáð hvað maður getur verið háður tölvu í vinnunni fyrr en núna þegar þurfti að skipta um server hjá okkur og allt er búið að liggja meira og minna niðri síðustu daga. Maður verður bara stopp og getur ekkert gert, hemmm hvert er gengið í dag úps kemst ekki á netið til að athuga það, hmmm hvað kostar þetta dót úps navision virkar ekki sorry geturðu komið á morgun hehe nei það var nú ekki svo slæmt en samt. En mikið varð ég fegin þegar það loks komst allt í lag um 3 leitið í dag. Þá loksins gat maður farið að vinna. Svo fór ég til tannlæknis í dag og engin tönn skemmd dugleg stelpa. Þetta er það leiðinlegasta sem ég geri en það er að fara til tannlæknis ég veit bara ekkert leiðinlegra. Jæja best að fara að slappa af og reyna að gera ekki neitt. Stundum svo lítið erfitt hehe. Góðar stundir
Athugasemdir
já það er með ólikindum hvað maður þarf mikið á þessu tæki að halda við gætum ekki gert neitt á mínum vinnustað ef tölvukerfið myndi vera bilað
Margrét M, 28.9.2007 kl. 16:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.