Fyrirsögn

Það sem mér finnst erfiðast með að blogga er að finna út hvaða fyrirsögn ég eigi að setja hehe. En það er alltaf nóg að gera hjá manni þannig að tíminn líður svo fljótt að maður nær ekki að fylgjast með Wink 

Okkur var boðið í mat í gær hjá Gunnþór og Önnu Maríu og fengum við líka þessa flottu súpu með allskonar kjöti og grænmeti í ekki þessi sígilda kjötsúpa heldur öðruvísi, alltaf gaman að fá svona öðruvísi. Guðlaug Sigurrós eins og búið er að nefna barnabarnið mitt (kölluð Gulla) er frekar óvær á kveldin svona eitthvað að magast en dafnar vel, hún sefur svona ágætlega á nóttunni svona frá rúmlega eitt fram á morgun. Var verið að græja  vagninn til að hægt sé að viðra dömuna Tounge voru öll dekkin ónýt og þurfti að finna ný, fengust þau í Vörðunni og voru ekki ódýr. En nýr Silvercross vagn kostar nú ekkert smá.

Nú eru gellurnar að spá í skrepping austur að heimsækja Selmu á Breiðdalsvík og er komin niðurstaða á helgi og mun það vera helgina 9-11 nóv. maður er bara farin að hlakka til Grin 

Jæja hafið það gott þar til næst


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Verðurðu ekki veðurteppt í 2 vikur ef þú vogar þér að fara austur

Kristberg Snjólfsson, 27.9.2007 kl. 08:21

2 Smámynd: Margrét M

Margrét M, 27.9.2007 kl. 10:40

3 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Akkuru veðurteppt?

Kristín Jóhannesdóttir, 27.9.2007 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband