Ömmuæfing

Í gær kom Anna María tengdadóttir með litlu dúlluna í vinnuna til mín og leifði mér að sinna ömmuhlutverkinu á aðra klukkustund. Fyrsta skiptið sem maður fékk að passa þessa dúllu Grin Hún var ekki búin að vera ein hjá mér nema nokkrar mínútur þegar fóru að heyrast skrítin hljóð frá dömunni, skruðningar og læti og viti menn daman tekur upp á því að gera nr. 2 og ekkert smá magn maður minn, þetta var langt upp á bak og amman hafði enga reynslu af stelpum (bara átt stráka). En við skruppum upp á loft og fengum lánað skrifborðið hans Almars og breyttum því í skiptiborð því það þurfti að berhátta dömuna og hún var nú ekkert sérstaklega ánægð með það. Með hjálp Gústa (lagermans og pabbi tveggja telpna Tounge) þá hafðist þetta að miklum myndarskap. Daman var svo hin rólegasta hjá ömmu sinni fékk að drekka og ropaði á réttum stöðum. Þetta var bara gaman LoL 

Svo gerðist það sem aldrei gerist að ég hin skipulagða sem alltaf er með lykla og allt með mér hvert sem ég fer var bara læst úti í gærkveldi hehe skrapp í leikfimi tók smá Þolfimi hjá Hálfdáni voða gaman og skaust svo heim sveitt og rjóð. Kem svo að læstu húsi hmmmmm ég vissi að Gunni var að skutla stráknum til mömmu sinnar en hvenær myndi hann nú koma aftur, myndi hann hitta einhvern og tjatta í svolla stund eða hvað. Tók nú ekki séns á því og skrapp til Þórhalls og fékk að hringja í gaurinn til að opna fyrir mér og honum þótti þetta nú bara fyndið, það hvarflaði ekki að honum að ég hefði farið út úr húsi án símans hvað þá lyklanna hehe.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband