19.9.2007 | 12:33
Hvað tíminn er fljótur að líða
Já tíminn er svo fljótur að líða að börnin hjá manni verða orðin gömul áður en maður veit af en ekki við foreldrarnir hehe. Jói er allur að koma til, ég er svo þakklát fyrir að ekki fór ver
Og svo barnabarnið mitt þvílík dúlla, var hjá þeim í gærkveldi og stúlkan var í góðu formi orðin rúml. 6 vikna og stækkar ört
Tók flottar myndir af henni sem ég ætla að setja inn við tækifæri. Sumarið sennilega búið svona nokkurn vegin þannig að maður verður að fara að taka slátur og gera haustverkin og áður en maður veit af þá eru jólin bara komin. Maður segir alltaf það er nógur tími en svo BÚMM allt búið hehe. Hafið góðan dag


Athugasemdir
já það er með ólikindum hvað tíminn er flótur að líða það eru ekki nema 96 dagar til jóla
Margrét M, 19.9.2007 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.