Árekstur

Það er alltaf mikið sjokk fyrir mann þegar hringt í mann og manni tilkynnt um að einhver manni nákominn hafi lent í slysi. Jói hringdi nú bara sjálfur og sagði við mig. "Bara að láta mig vita svo ég væri nú ekki að heyra það annarsstaðar frá að hann hafi eyðilagt bílinn sinn" Hann var nú í fullum rétti og sjálfur væri hann ekkert meiddur eða svona hér umbil ekkert meiddur. Löggan sagði við hann að hann ætti nú að fara upp á spítala og láta skoða sig og hann tók skóladótið sitt úr bílnum og labbaði heim (frá gatnamótum Víkurbrautar og Staðarhrauns þar sem áreksturinn átti sér stað og í Garðhús þar sem hann býr) Löggan bauðst nú ekki einu sinni til að skutla honum þangað Angry Sótti ég nú drenginn og fór með hann upp á sjúkrahúsið í Keflavík og kíkti læknir á hann og er hann tognaður á hálsi og hægri hlið. Síðan er hann með heljarinnar hellu á öðru eyra og marin þar fyrir neðan. Er við komum heim þá beið okkur dýrindis máltíð Kjötbollur alla Gunni, mikið var nú drengurinn svangur eftir þetta allt saman og át hann vel eins og hans var vísa hehe. Sá verður klamboleraður næstu daga því eftirköstin verða oft mikil eftir slys. Guð hvað ég er þakklát fyrir að ekki fór ver. Jói hefur mestar áhyggjur af hvað hann fær út úr bílnum því þetta var góður bíll en ég fyrir að hann skuli vera næstum því heill á húfi FootinMouth Súkkan hans var með loftpúða svo þetta var nú fínasti bíll eftir allt Happy 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Gott að guttinn slapp þó þetta vel. En bollur frá Gunna ha kann hann að elda eða er hann að borga þér fyrir að segja þetta

Kristberg Snjólfsson, 18.9.2007 kl. 08:14

2 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Kiddi í þetta sinn þurfti ekki að borga mér fyrir að segja frá hehe bollurnar voru algjört æði

Kristín Jóhannesdóttir, 18.9.2007 kl. 08:24

3 Smámynd: Margrét M

hjúkket gott að kappinn slapp .... það er ferlega ónotalegt að fá svona upphringingar..

Margrét M, 18.9.2007 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband