17.9.2007 | 22:44
Helgin
Helgin var frábær
við fórum að sækja hjólhýsið eftir vinnu á föstudeginum það var á Laugarvatni og þetta var ekkert smá hjólhýsi og flott hehe. Við fórum á Tjaldsvæðið hjá Apavatni og er aðstaðan þar mjög góð. Gekk þetta nú frekar brösuglega hjá okkur í byrjun t.d. gleymdum við að kveikja á gasinu og skildum ekkert í því af hverju það virkaði ekki og svo sló rafmagninu út þannig að við kláruðum af geyminum, en á endanum þá hitnaði hjá okkur og við gátum fengið okkur heitt kakó eins og við höfum verið vön í sumar í útilegunum. Frekar var nú blautt daginn eftir og frekar kalt úti því það var komin slydda og mikið rok en ekki varð okkur kalt í hjólhýsinu. Við vorum nú ekki ein á svæðinu heldur var þarna húsbíll, fellihýsi og hjólhýsi
Mikið slappaði maður af við bókalestur og dundur, á laugardagskveldið var komið logn og flott veður. Ég þarf að fara að setja myndir inn hehe. Á sunnudeginum var heiðskýrt og smá gola. Svo átti eftir að keyra alla leiðina heim með þetta ferlíki aftaní okkur og kveið ég nú smá fyrir en hann Gunni minn stóð sig eins og hetja, bara eins og hann hafi ekki gert annað en að vera með hjólhýsi í eftirdragi 



Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.