10.9.2007 | 09:43
Verið að spá og spekulera
Alltaf verið að spá og spekúlera, við eigum tjaldvagn og við erum að spá í að fá okkur fellihýsi en núna höfum við verið að skoða hjólhýsi og það er bara orðið möguleiki að við skellum okkur á eitt svoleiðis. Það var allavega mikið spáð og spekúlerað í gær, við skoðuðum líka heilan helling af hjólhýsum
Fórum svo í heimsókn til Þorsteins pabba Gunnars og þar lentum við í svaka veislu, kaffi og kökur og svo hryggur með tilheyrandi sósu og meðlæti mmmmmmm svaka gott. Fórum með Steina á rúntinn og ætluðum að skoða Gljúfrastein þar sem Laxnes bjó en vorum aðeins of sein því það var verið að loka þegar við komum
Yndislegur dagur


Athugasemdir
hjólhýsi er málið skilurðu ...
Margrét M, 10.9.2007 kl. 10:49
Var með Gunna að skoða eðalhjólhýsi sem hentar ykkur, vona bara að hann nái að sannfæra þig um að versla þetta. Flott hús í alla staði
Kristberg Snjólfsson, 10.9.2007 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.