Gellurnar

Nú mættu gellurnar hjá mér í hádeginu á laugardeginum og ég gerði Marókkóskan grænmetisrétt, allar komu nema Selma sem er á Breiðdalsvík og sendum henni austfirskar kveðjur og Hildur sem var í sumarbústað. Lukkaðist þetta mjög vel og allir fóru saddir og glaðir. Ákveðið var að Helga kannaði hvort eitthvað skemmtilegt væri hægt að gera í Baðhúsinu núna í haust og síðan er verið að spá í að safna fyrir utanlandsferð að einhverju tagi fyrir næsta ár Happy 

Um fjögur leitið fórum við Gunni inn í Grindavík til að  fylgjast með kraftakeppninni Suðurnesjatröllið. Var nýlega byrjað að rigna og það rigndi eins og hellt væri úr fötu, nú kom sér vel að vera búin að klæða sig vel í regngalla og með regnhlíf. Skemmtilegur dagur LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband