6.9.2007 | 08:59
Afmæli
Alltaf nóg að gera hjá manni. Um hver mánaðarmót er svo brjálað að gera í vinnunni að það er erfitt að líta upp en svo róast það aðeins eftir nokkra daga
Kolbrún hans átti afmæli 4 sept og óska ég henni innilega til hamingju með afmælið. Í gærkveldi buðum við henni í mat og áttum skemmtilega stund saman. Svo var Hannes að kaupa sér skellinöðru og nú sefur hann ekki næstu nætur því hann fær hjólið á morgun en æfingarleyfið kemur ekki fyrr en 19 sept.
það verður erfiður tíma að bíða eftir því hehe. Svo hitti ég líka Önnu Maríu og Barnabarnið og við fórum saman í Bónus. Ég fékk að keyra kerruna og var voðalega ömmuleg eða þannig
en þetta er yndislegt kríli. Gunnþór kann vel á þetta hehe.
Hafið góðan dag 





Athugasemdir
OMG ... drengurinn á skellinöðru sem betur fer hef ég ekki þurft að hafa áhyggjur af mínum drengjum á svoleiðis . nógar eru áhyggjurnar þega þau fá bílpróf...
Margrét M, 6.9.2007 kl. 11:13
Ferð þú með á Police tónleikana ? Hann ku vera formaður Police klúbbsins á Íslandi
Kristberg Snjólfsson, 6.9.2007 kl. 13:10
Vantar þarna inn að Gunni er formaðurinn sko
Kristberg Snjólfsson, 6.9.2007 kl. 13:11
Mér hefur ekki verið boðið á tónleikana, mér skilst að hann hafi varla verið búin að lesa skilaboðin þegar hann var búin eyða þeim. Hann hélt að ég hefði eitthvað með þetta að gera hehe saklaus í þetta skiptir. Það kom mér ekki á óvart þegar ég frétti að þú hafir komið þar við sögu.
Já segðu en maður verður bara að trúa því að allt verði í lagi þar til annað kemur í ljós
Kristín Jóhannesdóttir, 6.9.2007 kl. 15:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.