Útilega

hæ hæ Þetta gæti hafa verið síðasta útilegan þetta sumarið en maður veit aldrei Cool En við fórum  að Laugalandi í þetta skiptið Wink Komum um 9 leytið og þá var smá rigning, byrjuðum á að skreppa til Kidda og Möggu sem voru mætt á sínum eðalhýsi á undan okkur og búin að koma sér fyrir, tóku frá stæði fyrir okkur. Meðan við drukkum eitt lítið glas af rauðvíni þá fór að rigna fyrir alvöru hehe og svo þegar við tjölduðum þá var eins og helt  væri úr fötu. En við létum það ekki aftra okkur.  Eftir að vera búin að tjalda og vera orðin aðeins blaut í fæturna og sumir ekki með marga þura bletti á sér hehe þá var nú gott að fá sér heitt kakó með rjóma LoL Skruppum við yfir til Kidda og Möggu og fórum að spila Trivial Pursuit og á meðan hélt nú bara áfram að rigna Crying  um hálf 2 þegar við fórum yfir að sofa þá var nú stitt upp en við vorum greinilega ekki á réttum stað því við óðum vatnið í ökkla. En við sváfum eins og englar. Morguninn eftir var orðið gott veður en við enn blaut í fæturna svo Gunni skrapp á Selfoss og kom til baka vel búin eða með regngalla og gúmmískó á liðið og ekki má gleyma þessum flotta kaffibrúsa Happy  Við slöppuðum af og fórum í sund (góð rennibraut) Um kveldið grilluðum við lambalundir og pulsur handa Hannesi en hann ákvað að hann vildi fá 5 pulsur og 5 pulsubrauð og hann skolaði þessu niður með 2 stórum glösum af kóki, ekki gekk nú vel að klára síðasta bitann og hann kláraði hann ekki þótt við hótuðum því að hann þyrfti að vaska upp Gasp við höfum samt grun um að hann reyni ekki að borða nema 4 næst. Aftur var farið í Trivial og enn vann Kiddi. Verður nú æft reglulega fyrir næstu keppni.. Sváfum vel heitt og gott í vagninum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

hey ... vann Kiddi einn kommon.  takk fyrir helgina  

Margrét M, 28.8.2007 kl. 08:29

2 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Magga mín hún sá alveg í gegn um þetta þegar þú þóttist svara en annars takk fyrir helgina þetta var bara gaman og ekki leiddist mér að fylgjast með ykkur tjalda og ég inni í hlýjunni En kom ekki kallinn með þessa forláta brauðrist líka

Kristberg Snjólfsson, 28.8.2007 kl. 09:02

3 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Fyrirgefðu Magga mín þú áttir seinna kveldið alveg brillaðir, varst í raun betri en Kiddi  

Og Gunni kom líka með þessa flottu brauðrist, alveg rétt þannig að maður fékk ristað brauð í morgunmat á sunnudeginum  

Kristín Jóhannesdóttir, 28.8.2007 kl. 13:26

4 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Hvað meinarðu Kristín "Magga" hvað ? ekki viltu að ég fari í fýlu

Kristberg Snjólfsson, 28.8.2007 kl. 17:34

5 Smámynd: Margrét M

hjúkket marr 

Margrét M, 29.8.2007 kl. 08:09

6 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

En Kiddi sannleikurinn er stundum frekar sár  Stundum og í þetta skipti þá var Magga þín að brillera þú getur ekki neitað því  

Kristín Jóhannesdóttir, 29.8.2007 kl. 09:35

7 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

EInelti  þetta er bara Einelti já Einelti ha skilurðu Einelti

Kristberg Snjólfsson, 30.8.2007 kl. 15:56

8 identicon

nei Kiddi minn þetta er ekki einelti, þær eru tvær að hamast í þér þannig þetta hlýtur að vera fjölelti :)

Jóhannes Egilsson (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband