Ekkert nema leti

Jæja þetta þíðir ekki lengur. Er ekkert búin að blogga í viku, á eftir að segja ykkur frá frábærri helgi sem við höfðum í Húsafelli í frábærum félagsskap og frábæru veðri. Sundlaugin var ofnotuð það allir voru orðnir af svömpum og útkeyrðir eftir rúmlega 2 og 1/2 stunda iðkun það í lauginni að slást um dekk og pulsur. Á laugardagskveldinu var svo grillaður lax namminamminamm sem Laxi grillaði náttúrulega LoL Sunnudagurinn var mjög heitur eða 17 stiga hiti við vorum frekar þakklát því að ekki skildi vera sól því það hefðum við grillast í vagninum. Sem sagt frábær helgi. Og ekki má Gleyma Kidda og Möggu sem eltu okkur á föstudeginum Tounge (þarf nokkuð að ritskoða þetta ) hehe.

Nú er verið að spá í aðra útilegu, kemur í ljós á eftir.

Hér í vinnunni fengum við gám fram Immingham og í honum reyndust vera nokkrir fallegir sniglar sem við settum í glas til að ath. hvort þeir væru á lífi. Jújú þeir eru sprelllifandi (ætlaði að taka mynd af þeim en batteríið er búið) Þetta eru 3 sniglar, einn svartur mjög stór og tveir gulröndóttir ekki eins stórir og svo þegar við mættum í morgun þá var svarti snigilinn strokinn og við finnum hann hvergi hehe Errm þetta eru dugleg dýr, eru alltaf að reyna að komast upp úr glasinu þannig að við erum búin að loka því (ætla að koma með krukku eftir helgi) . ´Jæja óska ykkur góðrar helgi og svo bloggumst við síðar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

humm ritskoðunar nefndin segir að þetta sleppi fyrir horn HA! he he

Margrét M, 24.8.2007 kl. 13:05

2 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Ég bara varð hehe

Kristín Jóhannesdóttir, 24.8.2007 kl. 13:19

3 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Ekki heldur slæmur félagsskapur af ykkur þó svo að við séum eðal

Kristberg Snjólfsson, 24.8.2007 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband