16.8.2007 | 18:28
Heiðmörkin
Ég skrapp í Heiðmörkina í hádeginu til að hlaupa sem er ekki frásögu færandi (er nú með aðra löppina þar) en mætti manni sem hafði verið að hreyfa sig eitthvað allavega í stuttbuxum og var að teygja og viti menn haldið ekki að maðurinn sýni mér ekki slátrið sitt, ég sem var herumbil búin að bjóða góðan daginn því ég er mjög kurteis kona snarhætti við og tók strauið framhjá honum. Mér bara dauðbrá. En eftir að hafa hlaupið í hálftíma í viðbót þá var ég búin að jafna mig og hló bara en svona á nú ekki að gera
Alltaf sama góða veðrið, aðeins kaldara og enn ætlum við í útilegu, ekki alveg búin að ákveða hvert skal halda. kv.
Athugasemdir
Er þarna sjálf með hinn fótinn og er að hugsa um að taka cameruna með mér þar sem náttúran er svona fjölbreytt þar á að líta :)
Peekan
Peekan (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 18:34
ertu ekki að grínast
, þetta er fáránlegt . ég hefði látið lögreguna vita ekki spurning, manni dettur í hug að hann sýni þá litlum stelpum 
Margrét M, 16.8.2007 kl. 22:33
Auðvitað átti ég að hringja í lögguna en maður spáði ekkert fyrr en eftir á
Kristín Jóhannesdóttir, 17.8.2007 kl. 10:53
fullt til af perrum láta strax vita svo hægt sé að taka svona lið úr umferð
Kristberg Snjólfsson, 17.8.2007 kl. 13:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.