14.8.2007 | 20:04
Restin af helginni
Restin af helgin var nú frekar rólegri en mjög ánægjuleg. Við fórum til Akureyrar og tjölduðum þar í ágætis veðri, kannski ekki mikil sól þessa helgi en samt heitt og stillt. Við skruppum á Dalvík á laugardeginum og fengum okkur fullt af fiski að borða, þetta var virkilega góður matur. TAKK FYRIR MIG Sundlaugin á Akureyri var líka prufuð, mjög langt síðan ég hef farið í hana, ég hef nú bara verið viku á Akureyri og það var nú á síðustu öld
Sem sagt hin ánægjulegasta helgi. Komum heim um kvöldmat á sunnudag því nú var sumarfríið búið í bili
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.