14.8.2007 | 19:57
Leitin að Laxfossi
Á fimmtudeginum lögðum við að stað norður í rigningu en þegar komið var á Blönduós var sólin komin svo það var ákveðið að tjalda og skoða Laxfoss Það var í þessari leit sem við komumst að því að nú yrðum við að gera breytingar á okkar lífi
allavega í bílamálum. Hingað og ekki lengra nú yrði farið og spáð í JEPPA því leitin að LAXFOSSI endaði nú JA vel fyrir rest
en Laxi var nú farinn að kannast við sig (hafði skoðað fossinn áður, reyndar fyrir nokkuð mörgum árum) þegar við beygðum inn slóða sem á stóð Hamar og Guðríðarskógur og áfram keyrðum við, (by the way við vorum á Wolswagen golf station) svo var þannig komið að við gátum bara ekki snúið við því við vorum komin á einhverskonar troðninga sem voru með djúpum hjólförum þannig að maður varð að keyra upp á miðjunni og svo maður sópaði ekki öllu undan bílnum
og ég undir stýri ekki alveg sátt við aðstæður
. En niður troðningana varð ég að fara sem ég gerði, þegar við komum niður blasti Blanda við okkur ekki neinn foss
nú neitaði ég að vera lengur undir stýri og lét Laxa taka við ( Laxi er meiri jeppamaður en ég þótt við værum ekki á jeppa). Hann sneri við og fór upp á kantinn öðru megin og á miðjunni og ríkur upp brekkuna og þegar við erum komin hálfa leið þá gefur kanturinn sig og við útaf eða bíllinn settist á (mallan) reyndar vaggaði hann svolítið þannig að við héldum að hann myndi velta en sem betur gerði hann það ekki. Nú voru góð ráð dýr, þekkjum við einhvern hér á Blönduósi sem á jeppa til að redda okkur neeeeeiii. Laxi rölti því af stað til að í leit að bóndabæ og vonaði að það væri einhver heima til að redda okkur. Á meðan vorum við Hannes að spá í hvað við gætum gert ef hann fyndi nú engan. Ég hringdi í 118 og fékk símanúmerið hjá Björgunarsveitinni á Blönduósi. Alltaf gott að vera vel undirbúin
En Laxi fann bónda frá Hamri sem átti líka þennan flotta Landcruserjeppa sem vildi hjálpa okkur. Ég held að hann hafi nú haft svolítið gaman af þessu sérstaklega þegar Laxi sagði honum að við hefðum verið að leita af Laxfossi þarna þá tók hann bakföll af hlátri
Kallinn spurði svo að hverju við værum að leita af Laxfossi þarna en við höfðum nú bara tekið vitlausa beygju hehe. Eftir tvær tilraunir og hjálp okkar Hannesar (við héngum á bílnum svo hann ylti ekki) þá tókst að koma bílnum aftur í troðningana og að sögn Hannesar sem ýtti bílnum af stað reddaði málunum. Sem betur fer urðu engar skemmdir á bílnum og enginn þurfti áfallahjálp. Við ákváðum að fara síðar að leita að Laxfossi við Blönduós því hann á að vera þarna einhversstaðar
Athugasemdir
bwahahaha
ævintýramennskan í fyrirrúmi
Margrét M, 15.8.2007 kl. 08:30
He he sko Lancruiser kom til bjargar mundu bara það nafn það er nóg að muna það þegar þú ferð að versla bíl LANDCRUISER
Kristberg Snjólfsson, 15.8.2007 kl. 09:30
það verður ekki LANDCRUISER skal ég segja þér :)
Kristín Jóhannesdóttir, 15.8.2007 kl. 11:01
Nískupúki
Kristberg Snjólfsson, 15.8.2007 kl. 17:22
Bíddu bara þangað til þú sérð hvernig bíl ég fæ mér :) ég kem á óvart
Kristín Jóhannesdóttir, 16.8.2007 kl. 09:41
ég trúi ekki að þú ætlir ekki að fá þér cruslu jeppa ...
Margrét M, 16.8.2007 kl. 10:46
hvað er cruslu jeppi
Kristín Jóhannesdóttir, 16.8.2007 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.