Og viti menn aftur helgi

Jæja þá er að taka til nesti og halda af stað í útilegu Grin nú skal halda norður á leið, spáir ágætilega kannski smá vætu en ekkert rok þannig að það verður flott. Erum vel út búin þannig að veðrið skiptir ekki öllu og ekki er maður verri þótt það rigni ( eða var það vökni) hehe Gasp.

Smá hugleiðing Happy Ég var að spjalla við ungan vin minn í gær hann Hjört hann er bráðum 6 ára. Ég spurði hann hvað hann ætlaði að verða þegar hann yrði stór. Hmmm sko ég ætla að vera Mótorhjólamaður með stórt mótorhjól síðan ætla ég að búa til og gera við tölvur og svo líka að vinna í Bónus. Joyful Mér fannst þetta æðislegt svar og svo hugsaði hann sig um og af því við vorum að baka kleinur þá sagði hann að hann myndi trúlega líka vinna smá í bakaríi til að baka kleinur ef það væri einhver tími. Ég hef trú á að það verði eitthvað úr þessum dreng því það virðist vera gaman að  gera allt Grin. Hafið góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

he he það margt sem unga menn langar að gera . Góða ferð í sveitina ..

Margrét M, 9.8.2007 kl. 10:40

2 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Ja Amma mín  fara norður ! jamm við vorum að spá í að fara norður en líklega verður besta veðrið hér á suðvesturlandinu þannig að við verðum líklega að bíða aðeins lengur með að fara í útilegu saman. En við getum kannski planað bara næstu helgi ákveðið einhvern stað og bara farið humm er það ekki bara samþykkt ?

Kristberg Snjólfsson, 9.8.2007 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband