Verslunarmannahelgin

Þá er þessi frábæra helgi búin. Við byrjuðum hana snemma og fórum af stað á fimmtudeginum í líka þessu frábæra veðri. Búið var að spá slæmu veðri um mest allt land á föstudeginum og ætluðum við að vera búin að koma okkur fyrir á Klaustri áður en rokið kæmi en svo kom það ekkert bara smá rigning og vindur sem gat nú ekkert blásið um koll LoL Þarna var fullt af fólki og veðrið var í allastaði gott ein og ein skúr á föstudegi, laugardagur heiðskýr og flottur, hálfskýjað á sunnudegi en  varð alveg heiðskýrt um kvöldmatarleitið og mánudagurinn var svakalega góður sást varla ský á himni og smá gola sem hefði átt að kæla okkur niður en hún var bara nokkur heit. Um helgina var farið í gönguferðir, Systrastapi skoðaður og klifinn af þeim sem þorðu (Gunni jaxl). Eina sem við fundum af þessum stað var að það mætti merkja gönguleiðir betur þannig að fólk finni þær. Woundering Aðstaða þarna var sko til fyrirmindar, allt mjög   snyrtilegt.  Sunnudagskveldið var brekkusöngur og brenna og ég er alveg viss um að þetta fólk úr hljómsveitinni Napeleón sló Árna út í Brekkusöng svo vel stóð það sig Cool. Frábær helgi.

Svo það flottasta og merkilegasta af öllu ég varð amma´, því klukkan 3 aðfararnótt mánudags eða 06-08-07 Eignuðust Anna María og Gunnþór stúlkubarn sem var 16 1/2 mörk og 52,5 cm., gekk fæðingin ekki alveg nógu vel þannig að það þurfti að taka dömuna með keisara en þeim heilsast öllum mjög vel. Grin 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

innilega til hamingju með fyrsta ömmubarnið

Margrét M, 7.8.2007 kl. 14:58

2 Smámynd: Birna G

Til lukku með þetta ... Birna herna æsku vinkonu Önnu Maríu og hehe þetta 62,5 cm er pínu fyndið hehe kannski að taka þeð en þú litla er bara sætust....

Birna G, 7.8.2007 kl. 15:13

3 Smámynd: Birna G

hehe þá mis skrifaði ég lika uzzz !! hvað er aðgerast ætlaði að skrifa sú litla er bara sætust..

Birna G, 7.8.2007 kl. 15:14

4 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Takk Takk búin að minka hana aftur. Hún er flottust  

Kristín Jóhannesdóttir, 7.8.2007 kl. 15:15

5 identicon

Frábært og til hamingju AMMA :) nú fá Anna María og Gunnþór ekki frið fyrir þér en alla vega verður líklega ekki mikið mál fyrir þau að fá pössun ;)

Jói E (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 15:49

6 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

sko ef að það hefði verið vegur þarna þá hefði þetta ekki verið neitt mál að leita að slóðanum   mundu bara að ef ekki er hægt að keyra þangað er ekki þess virði að fara þangað

Og innilega til hamingju amma

Kristberg Snjólfsson, 7.8.2007 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband