Vinnan aftur

Jæja þá er kominn hversdagsleikinn aftur en bara í stutta stund, ég ætla að vinna í heila 4 daga og fara svo aftur í frí í rúma viku mæti svo galvösk 13 ágúst.

En um helgina var farið á Grundarfjörð með góðu fólki og þar var nú fjör, fullt af fólki og æðislegt veður. Komum við þar milli 8-9 á föstudagskveldið og virtust öll tjaldstæði full nema í Gilinu svo kallaða. Leist okkur nú svona þokkalega á nema hvað það var mikið af ungu fólki þarna. Slógum við upp tjöldum eða vögnum og létum fara vel um okkur því veðrið var gott og góð stemming í liðinu. En um nóttina þá var ekkert gaman því eftir 4 var þarna líka flotta teknó músíkin í fullt af bílum þannig að maður var í þvílíkri þeytivindu alla nóttina, úthaldið sem þessir krakkar hafa og tillitsleysið algert. Þótt við færum og bæðum þá að lækka músíkina þá var búið að hækka aftur eftir 5 mín. Við lifðum þetta nú samt af þótt þreytt værum eftir nóttina.

Um hádegi daginn fékk ég áskorum sem ég guggnaði á og nú er ég farin að sjá eftir því og á semsagt eftir að fara á Grundarfjörð og klífa þar eitt fjall sem heitir Kirkjufell. Mér fannst það of bratt en svo sá ég nærmyndir af því sjálfu og gæti trúað að ég myndi komast í rólegheitum á toppinn þar í komandi framtíð. Góð áskorun fyrir mig og mína lofthræðslu bara guggnaði núna en fer örugglega næst. Eins og með Búlandstindinn fór á toppinn í seinni skiptið Wink Þarna eru nú keðjur til að hjálpa manni þannig að það er kannski minna mál að fara upp en það þarf víst að fara niður aftur. Í staðin fyrir að fara á Kirkjufellið fórum við að skoða  Kirkjufelsfoss  og prufað að vaða smá brrrrrr svakalega var vatnið kalt mar, nú finnst mér gaman að vaða en lappirnar frusu strax, krakkarnir vildu ekki einu sinni vaða vegna kulda Crying Um kveldið var grillað og slappað af, dömurnar voru skildar eftir í tjöldum á meðan allur karlpeningurinn fór að skoða hoppukastala og hringekkjur Sick Þórhallur var nú eitthvað skrítinn eftir eina hringferð frétti ég Tounge. Um nóttina fengum við meira næði því við höfðum haft samband við lögregluna og beðið hana að fylgjast betur með svæðinu þannig að það yrði svefnfriður sem og varð fyrir utan smá ryskingar í einhverjum stelpuskjátum sem voru að slást um strákana Shocking.

Á sunnudeginum var tekið saman um 11 leitið eða rétt áður en fór að rigna. Ákveðið var að fara að skoða safnið að Bjarnarhöfn og var það skemmtileg sjón. Fengum við leiðsögn um hvernig þetta var gert í gamla daga og núna líka sem er nokkuð svipað. Smakkaðist hákarlinn bara vel. Skemmtileg stund. Á heimleiðinni var ákveðið að fara Hvalfjörðinn og stoppa þar til að borða nesti, stoppuðum við fossinn og fengum okkur kaffi, kakó og kleinur og meira meðlæti síðan fórum við  í fjöruna og vorum að þeyta kellingar. Tókum við eftir því að það var að flæða að, það gerðist svo hratt að maður sá sjóinn koma að  okkur á smástund, ákváðu strákarnir að standa á steinum í 5 mín og athuga hvort það myndi flæða að þeim og þeir þurftu að vaða í land Whistling smá blautir (ekki er maður verri þótt maður vökni) jæja svona fór hlegin sú og ekkert barnabarn komið hehe. Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Alltaf í fríi djöv lúxus er þetta

Kristberg Snjólfsson, 31.7.2007 kl. 08:09

2 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Já segðu. Svona geta sumir lifað

Kristín Jóhannesdóttir, 31.7.2007 kl. 10:54

3 Smámynd: Margrét M

aldrei þessu vant fórum við ekki neitt um síðustu helgi

Margrét M, 31.7.2007 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband