Í rólegheitum

Það er svo gott veður þessa dagana að maður hefur það bara rólegt. Fórum í bakarí í Hafnarfirði á sunnudag sem er ekki frásögu færandi en þar voru þrjár mjög ungar stelpur að vinna, við komum oft þarna og alltaf hefur verið mjög snyrtilegt og þægilegt að vera en núna þá höfðu stelpurnar ekkert þrifið borðin heldur bara tekið diska og könnur af en alveg gleymt að þurrka. Þyrfti nú að vera einhver fullorðin með þessum stelpum því þær virtust mjög dugmiklar bara vantaði einhvern til að stjórna sér Smile 

Mánudagur til mæðu eins og máltækið segir Gasp Ég myndi nú segja að þetta hafi passað vel allavega í vinnunni. Kom í ljós að það hafði komið leki að skipi sem Eimskip hafði tekið á leigu og  vildi svo illa til að vara frá okkur (staðnum sem ég vinn á) er um borð og okkur bráðvantar þessa vöru úps Angry En þegar ég var að keyra heim á leið úr þokunni í Hafnarfirði þá létti heldur betur til og kom sólin í ljós og veðrið varð betra eftir því sem ég nálgaðist Reykjanesbæinn Cool   Og svo kallar fólk þetta rokrassgat hehe. Hafið góðar stundir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Kristín mín rokrassgat er ekki réttnefni á þessu krummaskuði, held að réttnefnið væri frekar hel-----------rok------staðir

Kristberg Snjólfsson, 11.7.2007 kl. 09:07

2 Smámynd: Margrét M

fólk kallar þetta rokrassgat af því að þetta er rokrassgat

Margrét M, 11.7.2007 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband