Gönguferð 4/7

Eftir vinnu í gær ákvað ég að skreppa í Gönguferð og þá vantaði ferðafélaga og eftir smá stund hafði ég samband við Jóa og ætluðum við fyrst að skreppa á Esjuna en skiptum um skoðun því ég hélt að það myndi rigna þar því það höfðu verið þrumur og eldingar fyrir austan fjall Crying ekki vildum við blotna, þótt það sé stundum ekkert verra Pinch En við fórum upp í Heiðmörk og löbbuðum að Helgafelli og upp fórum við (dugleg) síðan niður aftur og tók þetta ekki langa stund eða rúman einn og hálfan. Þá fór okkur að svengja svo við fórum í Völuból sem er þar rétt hjá og fengum okkur brauð og kleinur. Tókum við þar smá hvíld því þar er mjög fallegt að vera. Síðan löbbuðum við í átt að Búrfelli og þaðan tókum við stefnuna aftur að Heiðmörkinni. Þetta tók okkur svona 3 og hálfa klukkustund með hálftíma stoppi í bólinu hehe.  Veðrið var frábært og æðislegt í alla staði W00t

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

er ekki rétt að henda kveðju á göngugarpinn

Margrét M, 9.7.2007 kl. 08:43

2 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Ég hélt að þið væruð hætt saman í bólinu humm ha

Kristberg Snjólfsson, 9.7.2007 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband