5.7.2007 | 21:12
Helgin 29 jún til 1 júlí
Blessuð sólin elskar allt hehe, Veðrið um helgina var frábært og ákváðum við að skreppa í útilegu á laugardeginum. Um hádegi þann dag fórum við ásamt annarri fjölskyldu að skreppa í Laugarás. Þar var fullt af fólki og mjög gott veður, logn og sól. Slógum við upp tjöldum og höfðum góðar stundir ( alltaf gaman í útilegu) nema á svæðinu voru nokkrar manneskjur sem kunna ekki að taka tillit til þeirra sem vilja sofa á nóttinni. En svona er þetta bara.
Á sunnudeginum upp úr hádegi tókum við niður tjöldin og Berta og co. fóru í dýragarðinn á meðan Gunni og ég fórum og fengum okkur kaffibolla hjá frænku minni. Síðan var tekin stefnan á Gullfoss og Geysir. Þá kom það í ljós að ég hafði ekki farið þangað síðan ég var smá stelpa og pabbi fór með okkur systkinin ástamt Gauju og hennar fólki. Ætli ég hafi ekki verið svona 7-8 ára. Þetta var voða gaman, flottur foss (við komum nú rennandi blaut upp aftur) það var svo mikill úði og vindáttin þannig að það gekk allt yfir okkur Og svo var haldið heim á leið og heyrðum við þá að það væri orðin mikil umferð, allir á leið heim eftir góða helgi svo við fórum Krísuvíkurleiðina og þótt vegurinn sé ekkert sá besti þá var þetta mjög skemmtileg ferð við fórum og skoðuðum Strandakirkju sem er virkilega flott og kom þar kona að og sagði okkur sögu kirkjunnar (mjög merkileg saga) og skemmtileg. Sem sagt góð helgi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.