25.6.2007 | 22:07
Svaka helgi
Sælt veri fólkið
Þetta var góð helgi, mikið um að vera og veisla og allt
Föstudagurinn var frekar rólegur, fór í langan göngutúr um fjörurnar hér sem er alltaf jafn gaman, síðan var skroppið til Önnu Maríu tengdadóttur og við fórum að spila ótukt og viti menn hún burstaði mig eða 3-0 frekar sjaldgæft. Svo var farið í búðarráp sem endaði snögglega þegar það uppgötvaðist að ég hafði gleymt veskinu heima hehe gott þá eyðir maður ekki of miklu En ég þurfti nú samt að skutlast heim og sækja skjóðuna til að borga ketið sem átti að vera í kveldmat, Gunni ætlaði að grilla og ég keypti svínahnakka sem ég kryddaði eftir kúnstarinnar reglum
Tókst líka þetta flott. Góður dagur.
Laugardagurinn var sko ekkert smá fallegur, ekki einn skýjahnoðri á himni, fór út að hlaupa. Þegar heim var komið fann ég sólbeddann og góða bók til að lesa því nú skildi ég skella mér í sólbað því veðrið var svo flott, sól og smá gola. Ég flatmagaði til kl 15 þá fór ég í bað og gerði mig fína fyrir kveldið því ég og Anna María vorum á leið í útskriftarveislu vinkonu minnar. Kveldið lofaði góðu hehe Við vorum mættar rúmlega sex og enn var veðrið svona gott og það hélst alveg fram á hádegi daginn eftir eða þá dró fyrir sólu. Kampavín var manni boðið þegar mætt var á staðinn og snakk, maturinn kom frekar seint eða rúmlega 8 og þá var ég búin að drekka smá af víninu og farin að finna vel á mér, kvöldið var frábært um 1 fórum við að leggja í hann til Grindavíkur því við ætluðum að sækja Gunnþór þangað en fyrst vildi ég bjóða Önnu Maríu upp á einn drykk svo við kíktum inn á Players og ég þurfti að borga fyrir hana inn til að geta keypt handa henni einn drykk svo var haldið til Grindavíkur, reyndist þetta vera hið skemmtilegast kveld mikið drukkið og mikið gaman. Þakka ég öllum sem ég hitti og skemmtu sér með mér samveruna því það er langt síðan ég hef skemmt mér svona vel en daginn eftir þá var nú ekki svo glatt á hjalla því ég þjáðist af miklum timburmönnum
En er öll að koma til hehe.
Alltaf gaman að vera til. Góðar stundir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.