Kleinur :)

Sæl aftur W00t Smá saga frá gærdeginum. Ég skrapp í bæjarferð til Reykjavíkur sem er ekki frásögu færandi, borðaði með vinkonum mínum í hádeginu og var svo bara að flakka og útrétta og endaði á að fara á fund um kveldið en ég þurfti að taka bensín og venjulega gengur það bara vel nema í gær þá einhvernvegin tókst mér að festa bensíndæluna í gatinu og gekk frekar illa að ná honum út Undecided og ég hugsaði hvar eru karlmennirnir þegar maður þarf á þeim að halda hehe og vera með hann fastan inni í þokkabót W00t en svo með því að snúa upp á hann þá loksins losnaði hann og ég gat keyrt heim á leið. Hefði nú verið mér líkt ef ég hefði þurft að hringja í einhvern til að spyrja um hvernig maður losar bensíndælu eftir að hafa dælt bensíni.

 Jæja nóg um þetta.

Í dag var allt gert klárt í kleinubakstur sem tókst með einsdæmum vel, fékk tengdadóttir mína til að vera með og skemmtum við okkur konunglega, þetta var frumraun hennar og þótti henni nú frekar slepjulegt að koma við blautt deigið en þetta gat hún Tounge og svo þegar búið var að landa upp úr pottinum rúmlega 6 kílóum af kleinum þá fórum við í sund því sólin var farin að skína og við áttum það svo sannarlega skilið að liggja í heitapottinum eftir allan þennan bakstur Cool enduðum við daginn á að bjóða liðinu í skyr og flatkökur með kleinur í eftirrétt.

Góðar stundir þar til næsti Shocking


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband