19.6.2007 | 20:34
Reykjaneshringurinn
Þá er ég komin heim aftur, búin að hjóla 58 km. í dag. Fór um 10 leitið í morgun í ágætu veðri, ekki mikil sól en smá, smá gola (sjaldgæft hér en greinilega gerist það nú) Ég var klukkustund að Reykjanesvita eða um 23 km. vegurinn malbikaður og flottur, þegar lengra var haldið tók malarvegur við og hef ég aldrei lent í öðru eins mína stuttu ævi
Nú hef ég oft hjólað á malarvegum en þetta var alger horror, rassinn minn ber þess seint bætur hehe (frekar aumur) það tók mig klukkutíma að fara 9 km. leið sem ég fór 23 km. stuttu áður. Svo lagaðist þetta nú þegar nær dró Grindavík og fann ég þar fullt af kríum með unga og sumar voru líka enn með egg. Þegar ég kom á malbikið aftur eða þegar nær dró Golfvelli Grindavíkur þá gat maður aftur farið að gefa í og kláraði ég ferðina eða 38 km. á 2 1/2 kl.stund. Hjólaði ég til Öddu mákonu og fékk hjá henni kaffi og fleira til að hressa rassauman ferðamann við
Voru svo tekin fram spil eftir að við gáfumst upp á að reyna að liggja í sólinn sem var oftast nær á bak við skýin. Varð ég að játa mig sigraða 3-4 um 5 leitið. Þá var nú komin tími til að halda heim á leið (hjólandi) með auman rass hehe. Fór ég nú styttri leiðina eða 20 km. til baka, þannig að ég fór alveg í hring
Heimferðin tók mig klukkustund og þegar heim kom var búið að elda handa mér líka þennan flotta kjúlla sem maður renndi niður með góðri list. Skemmtilegur dagur en ég á nú eftir að vera aum í rassinum í nokkra daga hef ég grun um.
Góðar stundir þar til næst
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.