14.6.2007 | 16:57
Tíminn flýgur váááá...
Tíminn er svo fljótur að líða að maður nær varla að fylgjast með, mér finnst ekki vera að koma helgi hin helgin er varla búin þegar það kemur önnur. Ég ætla að taka viku af sumarfríinu mínu í næstu viku og prufa að gera ekki neitt heheh eins og ég geti það, verð trúlega komin upp á eitthvert fjallið eða í hjólatúr áður en ég veit af ef veðrið verður gott
Eftir vinnu ætla ég að skreppa í Kringluna með tengdadóttir minni að skoða í búðir síðan er stefnan tekin til Grindavíkur því pabbi á afmæli og það er nú ekki vitlaust að sína framan í sig í tilefni dagsins, spáið í hvað hann fær flotta afmælisgjöf hehe
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.