9.6.2007 | 18:03
Jæja.....
Jæja nú er ég komin aftur hehe fór til Möggu og Kidda í mat á fimmtudagskveldið og þar lærði ég margt og mikið um blogg og hvernig ætti að setja inn myndir og fleira,(sit ég svo sveitt núna að fara eftir þessum leiðbeiningum og gengur bara þokkalega ) Síðar þetta sama kveld fór ég til vinafólks míns að spila kana og gekk það þokkalega í byrjun, var ég fyrst að ná 50 stigum og þá fengum við kaffi og hnallþórur eins og venjulega Björk er svo myndarleg en í síðari hálfleik þá seig á ógæfuhliðina og enduðu leikar þannig að ég var í 3 sæti
Björk náði að landa sigri í þetta sinn en við hin munum hefna okkar síðar
Dagurinn í dag var notaður í tiltektir og göngutúr Fór hringinn í kringum bæinn hehe.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.