3.6.2007 | 18:40
Helgaryfirlit
Þetta var frábær helgi hjá mér Hljóp mína kílómetra á laugardagsmorgun og fór í heimilisverkin, hjálpaði tengdadótturinni með gardínur
Svo fór að líða að kveldi og stundin runnin upp, skellti mér í betri fötin og fór til Grindavíkur. Byrjaði á Saltfisksetrinu þar sem Þorbjörn-Fiskanes bauð sínu fólki upp á snakk og djús. Þar var systir mín og fleira gott fólk
Fórum við svo heim til hennar og undirbjuggum partýið
Gestirnir komu um 9 leitið og var þetta mjög skemmtileg stund (ákváðum að gera þetta aftur fljótlega og undirbúa betur með gömlum myndum og fl. ) því það er langt síðan við hittumst og höfðum margt að ræða og minnast. Síðan var farið í Festi gengið á staðinn því þar var leigubílstjórinn farinn á ball hehe en versta við það að rigndi eins og hellt væri úr fötu og rokið eftir því þannig að hárgreiðslan fór fyrir lítið hehe en það var samt dansað og dansað við góðan undirleik frá Magna og fél , prufuðum líka Salthúsið en þar var meira af eldra fólki sem við vorum ekki alveg tilbúin til að dansa með. Þá sagði ég stopp um hálf 3 og fór til systu að sofa en liðið hélt áfram til rúmlega 4.
Við systur vorum vaknaðar um 9 leitið og fengum við okkur morgunmat og skelltum okkur í útiföt og gönguskó því í kringum Þorbjörn skildum við ganga (svaka gaman) það er langt síðan ég fór þessa leið og ekki gerði ég mér grein fyrir því að þar hefðu hrunið heilu björgin niður hlíðina í jarðskjálftanum árið 2000, flott að sjá þetta
Eftir hádegi fórum við Gunni og co að skoða bíla hjá Ingvari Helga og þar eru margir flottir bílar og þar var forláta blaðra sem ég ætlaði aðeins að blása í en þá þurfti hún endilega að springa og mér til mikillar ánægju eða þannig þá vakti ég svaka athygli á meðan ég var að tína blöðruruslið upp alltaf gaman að fara með mér eitthvað á flakk
Góð helgi þótt það hafi verið rok og rigning
Athugasemdir
sé þig í anda þegar blaðran sprakk
Margrét M, 4.6.2007 kl. 08:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.