29.5.2007 | 22:10
Helgaryfirlit :)
Jæja þá er þessi Hvítasunna búin og var hún alveg ágæt Var verið að aðstoða Gunnþór og Önnu Maríu við flutninga frá Selfossi til Keflavíkur á laugardeginum. Það gekk bara furðuvel meðað við aldur og fyrri störf
Á sunnudeginum var farið á Þingvöll með kleinur og gulrótarköku namminamm Það var nú frekar napurt en við fundum ágætis skjól til að borða nestið okkar
Svo þegar við vorum búin að seðja sárasta hungrið segir eitt barnið "sjáið músina" og allir litu inn í runnann og viti menn var þá ekki þessa flotta hagamús að athuga hvort hún fengi ekki bita hjá okkur sem hún gerði, við gáfum henni kleinu sem hún tók með sér í holuna sína. Þarf að læra að setja mynd inn til að sýna ykkur hvað hún er flott. Síðan var kveldið endað með grilli og flottheitum.
Mánudagurinn var sko fallegur og hlýr, vaknaði snemma og tók einn hring í kringum plássið skokkandi ummm æði eftir hádegi var farið á rúntinn og skruppum við Reykjaneshringinn voða gaman stoppuðum við Vitann og skoðuðum okkur um í góða veðrinu, ég held bara að það hafi verið 14 stiga hiti þar váááááááááá mar
. Síðan var farið heim að elda því nú átti að halda smá matarboð, voru strákarnir á leið til mömmu gömlu í mat. Ekki var nú lengi verið að skella í mexikanst lasagna rosa gott og tókst reyndar með einsdæmum heh.
Jæja læt þetta duga í bili, er búin að njóta góða veðursins seinnipartinn, skrapp í Heiðmörkina og var þar tekin smá hlaupa æfing veðrið alveg frábært LOKSINS komið sumar
S
Athugasemdir
já.. það er komið sumar
allavega þar til annað kemur í ljós .. þú verður að sýna okkur mýslu
Margrét M, 30.5.2007 kl. 08:36
Frábært :)
á von á mörgum skemtilegum stundum við lestur bloggsins þíns í framtíðinni ;)
Jói E (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 15:38
Það er komið sumar sól í heiði skín, á ég kannski að syngja það
Kristberg Snjólfsson, 30.5.2007 kl. 17:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.