9.2.2011 | 20:44
Nýtt ár :)
Sælt veri fólkið Gleðilegt ár og takk fyrir það síðasta Ég er orðin algjör letipinni en það er allt í lagi svona stundum ég skrapp í smá ferðalag 26-30 jan og skemmti mér alveg konunglega
Miðvikudaginn 26 jan var ég að vinna fram að hádegi og fór þá að hitta tvær flottar skvísur í mat. Selma fékk að ráða núna svo við fórum á "Maður lifandi" í Kópavogi. Var frábært að hitta þessar stelpur eins og alltaf.
Hann Steina ætlaði að lána mér "punginn" sinn og skaust ég til að ná í hann Fékk ég mjög góðar leiðbeiningar með honum, þær hljóðuðu svona " þú stingur honum inn setur "pin" númer notar hann að vild en mundu að taka hann út þegar þú ert búin að nota hann..........." hehe þetta gekk mjög vel því það fylgdu líka þessar flottu leiðbeiningar . Síðan skaust ég heim og pakkaði dótinu mínu niður og hélt á vit ævintýranna.
Var komin á Höfn rétt fyrir 5 og lenti á meðan sólin settist það var sko geggjað að sjá það.
Amma Græna tók á móti með með saltketi, baunum og soðkökum mmmmmmmmmmmm ég flýtti bara aðeins sprengideginum því svona kökur eða baunasúpu get ég ekki gert. Hjá ömmu er gott að vera. Það kemur einhver sérstök ró alltaf yfir mig þegar ég er þar. Fínt að hugsa og hreinsa hugann. Prjónaði fullt og dundaði mér með ömmu. Eftir hádegi á fimmtudeginum skokkaði ég á meðan amma lagði sig. Fór í áttina að Almannaskarði og var búin að skokka í rúmlega 20 mín. þegar allt í einu spruttu upp 3 hreindýr úr lautinni fyrir framan mig. Mér brá alveg helling því þessu átti ég ekki von á. Ekki vildu dýrin hlaupa með mér hehe.
Áttum við amma góðar stundir saman þessa tvo daga sem ég var hjá henni.
Um hádegi á föstudeginum kom Stjáni að sækja mig á "Gullvagninum" og þegar við komum á Djúpavog í þessu fallegu veðri þá fór ég beint á Sandana að skokka og svo í sundlaugina, elska heitu pottana þarna. Það er eitthvað við þessa sanda, einhver orka sem ég sæki þangað, get ekki útskýrt það Kíkti svo Við Voginn og fékk mér kaffi og jólaköku og viti menn það var hægt að fá keypta punga hehe. Skrapp svo í beikon og egg til Dúnu Alltaf gaman að koma til hennar. Við skröfuðum um allt og ekkert þar til við þurftum að fara hún á Generalprufu hjá Þorrablótsnefndinni og ég á Félagsvist. Í Löngubúð hitti ég fullt af skemmtilegu fólki og alltaf finnst mér ég svo velkomin hjá þessu skemmtilega fólki. Vistin skilaði mér nú engum verðlaunum en eins og alltaf þá var mikið hlegið og mikið gaman.
Laugardagurinn byrjaði rólega, var ég hjá Önnu Sigrúnu og Bigga. Þar er sko gott að vera. Þar var setið og spjallað. Spekúlerað í gönguferðum og fl. Eftir hádegið fórum við Sóley í góðan göngutúr upp í skógrækt og tókum svo góðan hring um plássið. Kíktum svo í heitu pottana á eftir.
Þorrablótið var æðislegt. Flott skemmtiatriði, fjölda söngur og svo dansað eins og engin yrði morgundagurinn.
Sunnudagurinn var flottur. Fékk eðalsteik í hádeginu hjá Önnu Sigrúnu og Bigga dreif mig svo suður og fór austur á Selfoss í Afmælisveislu hjá Gunnþori því hann varð 28 ára þann 30 jan.
Hafið það sem allra best þar til næst
Athugasemdir
Mikið er nú gaman að sjá vinina sína aftur. Þetta hefur verið aldeilis skemmtileg ferð hjá þér ;)
Aprílrós, 10.2.2011 kl. 23:53
Heil og sæl. Ég var farin að halda að þú værir týnd .
Allt gott að frétta úr Seylunni, fyrir utan eitt fótbrot sem Guðný á.
Hún lenti í árekstri við snjósleða hér upp á Kambi, annars bara nokkuð hress.
Með kveðju úr Seylunni.
seylubúarnir (IP-tala skráð) 11.2.2011 kl. 10:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.