28.9.2010 | 22:28
Heppin ég
Ég á sko flottan yfirmann Yfirmaður minn kallar á mig í gærmorgun og spyr mig um hvenær námskeiðið byrji og hvað það standi lengi yfir? ( hmm hvað ætli þetta merki alveg í mínus (maður hugsar oft ekki alveg alltaf jákvætt)) Ég segi honum að námskeiðið byrji 2 nóv og sé í 6 vikur jááa og hvað kostar það? og ég segi honum það hmmmmmm svo sagði ég honum stolt að VR borgaði helminginn Þá segir hann. Við borgum hinn og ég fékk bara tár í augun því þessu átti ég sko ekki von á . Ég þarf semsagt ekkert að borga fyrir þetta námskeið. Ekkert smá heppin ég
Nú þessa dagana er ég frekar upptekin við að endurheimta hláturinn minn sem fór eitthvað á flakk í sumar En Var einmitt að æfa mig áðan með henni Guðrúnu bestu vinkonu oooooo hvað það var gaman. Takk kæra vinkona fyrir frábært kveld. Knús í hús.
Athugasemdir
Bestu kveðjur á þig Kristín mín,og ég bið að heilsa Gunna bróður þínum þegar þú hittir á kallinn.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 29.9.2010 kl. 14:21
Birna Dúadóttir, 29.9.2010 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.