Flutningur nr. 34

Ég var að flytja um daginn og ég ákvað þá að telja hvursu oft ég hef flutt um ævina hehe og hvað kom í ljós, 34 sinnum já takk fyrir. Spurningin er afhverju var ég alltaf að flytja hmmmm gott umhugsunarefni. Hehe ég veit það nú alveg, mér leið alltaf illa en gerði mér ekki grein fyrir afhverju en nú veit ég það og nú flyt ég bara af illri nauðsyn. Hélt reyndar að ég væri komin á réttan stað en svona gerist líka hjá mer´hehe. Það eru tvær ástæður afhverju ég yfirgef Grindavík....................

Er ég nú komin í Hafnarfjörðin aftur. Fann flotta íbúð mjög nálægt þar sem ég var síðast og hún er líka á þriðju hæð (strákunum mínum þykir svo gaman að bera) þeir reyndar voru ekki heima við þegar ég flutti núna en ég á fullt af vinum (takk fyrir mig ). Er ég þokkalega búin að koma mér fyrir vantar bara oggolítið smá uppá hehe.

Núna frá því á fimmtudag hefur ömmuskottan mín verið hjá mér og er hún guðsgjöf.002 Þetta er ekkert smá gefandi að vera með þessa skottu. Hoppandi og skoppandi um allt. Hún fann gamla bíla og hefur verið að dunda sér með þá, vill ekki sjá hitt dótið J Svo er farið í langa göngutúra, kíkt á endurnar og nokkra rólóa til að róla og vegasalt. 005 Svo er sandkassi hér fyrir utan sem búið er að prufa nýju fötuna og dótið í JSvo bíður hún spennt eftir að pabbi sinn komi á eftir til að geta gefið honum fisk í eggi með sveppasósu hehe bara snilld.

Svo er Verslunarmannahelgin næst. Ætla ég austur til ömmu grænu og ætlum við Stjáni að kíkja á eitt fjall. Goðatindur varð fyrir valinu. Hlakka bara til. Hafið góðar stundir þar til næst J


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

34 flutningar á 39 árum! Ertu þá ekki snillingur í að pakka?

Björn Birgisson, 25.7.2010 kl. 17:55

2 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Júbb og snögg af því

Kristín Jóhannesdóttir, 25.7.2010 kl. 20:28

3 Smámynd: Björn Birgisson

Gott að heyra! Smá afsláttur! Þú fyrirgefur mér!

Björn Birgisson, 25.7.2010 kl. 20:52

4 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Alltaf gott að fá afslátt hehe

Kristín Jóhannesdóttir, 25.7.2010 kl. 22:30

5 Smámynd: Björn Birgisson

Vegni þér sem best mín kæra!  

Björn Birgisson, 25.7.2010 kl. 22:46

6 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ég er svo klikkuð að mér finnst æði að flytja. Það er þá sem ég er dugleg að henda og losa mig við ýmislegt. Var annars að skoða myndirnar hérna fyrir neðan, snilld. Svo ég tali nú ekki um þessa yndislegu ömmustelpu sem þú átt Þau kenna okkur að lifa þessar elskur

Birna Dúadóttir, 27.7.2010 kl. 10:30

7 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

já Birna mín við erum óttalegir flytjarar hehe  Og þessi barnabörn okkur eru bara guðsgjöf. Spillum þeim svoldið og skilum þeim svo hehehe okkar forréttindi sem ömmur

Kristín Jóhannesdóttir, 27.7.2010 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband