18.7.2010 | 00:29
Hornstrandir ( Aðalvík )
Loksins komið að því búin að bíða eftir þessu í allt sumar að komast í ferðalag með 3 fingrum
Meðlimir í þessari ferð eru þeir sömu og í síðustu ferð. Villa og Gunni, Guðlaug og Brói, Bryndís og Svanbjörn og svooo ég
Lögðum af stað mjög snemma á sunnudagsmorgni 11 júlí. Þurfum að vera komin í Bolungarvík fyrir klukkan 14:00. Kveldið áður hafði ég farið í gott bað því það yrði ekki nein sturta fyrr en næsta föstudag (vá spáðu í það ) og setti í mig fléttur. Var vöknuð um 5 leytið og komin til Villu og Gunna um 6. Var stefnan tekin á Vestfirði og stoppuðum við aðeins á Hólmavík, ætluðum við að fá okkur bakkelsi en fundum ekkert bakarí trúlega vegna þess að þar er ekkert bakarí. Og svo vorum við frekar snemma á ferð og ekki búið að opna Kaffihúsin á staðnum. Fórum á bensínstöðina og fengum við okkur kaffi og meðlæti Komum svo á Ísafjörð kl. 12:30. Leituðum við uppi Kaffihús og fengum við okkur kaffi og brauð og sumir fengu sér meira að seigja heila köku hehe. " Gunni sísvangi fékk magafylli" og var sáttur hehe. Vorum komin tímanlega á Bolungarvík. Þetta var klukkustundar sigling yfir í Aðalvíkina. Ég tók fullt af myndum af berginu á leiðinni inn víkina.
Það er svo fallegt þarna. Þegar við vorum komin á staðinn fórum við að leita að þeim Sigurlaugu og Magnúsi því Maggi hafði eitthvað mynnst á að við gætum tjaldað við húsið sem þau myndu vera í. En ekki sáum við mikið pláss þegar við loksins fundum húsið en þau fundum við ekki þvi þau höfðu aðeins skroppið upp á Straumnesfjall.
Fórum við nú að finna góðan stað til að tjalda á og Bryndís fann líka þennan flotta stað alveg við ströndina og sváfum við við ölduhljóð sem var tær snilld. Eldaði Gulla dýrindis kjúlla fyrir okkur og var spjallað og hlegið til rúmlega 21:00 en þá var gengið til náða.
MÁNUDAGUR 1 göngudagur
Vaknaði kl. 05:00 nú átti að hefja daginn snemma en engin hreyfing var á búðunum svo ég var róleg fram undir rúmlega 06:00 þá fór ég að gera smá hávaða til að ræsa mannskapinn. Var hálfskýjað og hugsuðum við að þetta væri flott gönguveður því mjög heitt var. Gengum við á Straumsnesfjall og skoðuðum gamlar herminjar "ekkert smá mannvirki" Töltum svo niður Öldudal og áðum á fallegum stað á leiðinni. Á meðan Brói var að renna brúnum uppgötvuðu Bryndís og Svanbjörn að "náttbuxur" Bryndísar höfðu orðið viðskilja við bakpokann og fór Svanbjörn upp aftur og fann þær fljótlega. Á meðan röltum við í rólegheitum niður í Rekavík. Í Rekavík er ekkert nema rekaviður daaaaaaaaaa hehe.
Vorum komin heim rúmlega 17:00. Frábær dagur
Átum flottan Hornafjarðarrétt að hætti Bryndísar og graut í eftirrétt með sameiginlegum rjóma ( ekki sameiginlegri séreign sumra heehehe) svo var lesin bók fyrir svefninn.
ÞRIÐJUDAGUR 2 göngudagur
Vöknuðum kl. 07:00 og vorum bara að gera okkur klár í rólegheitum. Nokkrar prumpusögur fuku í loftið ásamt lykt Veðrið æðislegt og var ákveðið að fara í Fljótavík sem er 26 km hringur fyrir suma og aðrir þurftu að gera aðeins betur og gengu rúmlega 30. Lögðum af stað um 09:00. Þetta var svoldið strembið í bröttustu hlíðinni en svo hélt ég að það væri búið og var sæl og glöð hehe.
Mikið var hlegið af öllum gullkornum sem alltaf eru að detta af vörum sumra. Alltaf mikið hlegið í þessum hóp. Maður lengir alltaf líf sitt um nokkur ár með að umgangast þennan hóp.
Hvíldum okkur hjá flottum læk þegar við vorum komin í Fljótavíkina. Löbbuðum við inn víkina og var mikil mýri svo við hækkuðum okkur upp í hlíðina þegar líða tók á leiðina. Þegar við vorum komin upp frekar erfiða hlíðina uppgötvuðu Bryndís og Svanbjörn að nú hafði úlpan hennar Bryndísar gert uppsteyt og hoppað af bakpokanum svo þau fóru að sækja hana. Var það töluvert langt sem þau þurftu að fara til þess, á meðan ákváðum að ráðast upp Tröllaskarð en þegar ég sá þetta skarð þá ætlaði ég bara að fara eitthvað annað sérstaklega þegar ég sá hvar Villa og Gunni fóru upp.( ekki séns að ég fari þarna upp)
Brói notaði einhverja sérstaka tækni til að fá mig til að elta sig upp í klettana og svo lóðsaði hann og Villa tók svo á móti mér. Þetta eru snillingar að finna einhverju svona leið og líka til að fá mig til að stíga inn í minn versta ótta " að treysta fólki fyrir mér" Svona eftir á að hyggja þá var leiðin út á Sporð í fyrra verri en þetta
líka af því ég er farin að treysta mér betur til að fara eftir þeirra leiðbeiningum. Lögðum við Gulla af stað til byggða en hin ætluðu að bíða úlpulinganna. Fór ég að sækja vatn og reyndi að hjálpa til við eldamennskuna því Gulla var að töfra frama AllaballabaunaGullurétt sem tær snilld. (svo var verið að kvarta yfir prumpi hehe) Fólk var frekar þreytt eftir daginn en sumir tóku samt
skemmtilegan göngutúr fyrir svefninn.
MIÐVIKUDAGUR 3 göngudagur
Ákváðum við að fara inn á Sæból þá þurftum við að fara eftir sjávarföllum og var fjara kl 17:00 Þannig að við lögðum af stað um 11:00 Ströndin er geggjuð en við þurftum að vaða tvisvar og var vatnið frekar kalt þennan morgun. Ströndin er geggjuð og voru allir búnir að ákveða að ganga á táslunum til baka. En svo tók stórsteinafjaran við og var hún aðeins leiðinlegri yfirferðar svo þegar við vorum alveg að vera komin yfir á Sæból þurftum við að bíða því það var ekki komin nógu mikil fjara. Fengum við okkur bara nesti og horfðum á sjóinn fjara út Þarna var keðja
sem við þurftum að fara niður með og tókst það með ágætum fyrir okkur (við erum algjörir snillingar hehe) Á Sæbóli er mjög fallegt og margt að skoða og langaði okkur að skoða kirkjuna sem var verið að klára að gera við og átti að halda vígsluveislu á laugardeginum og ball á eftir í skólahúsinu. En það var svo langt að kirkjunni (40 mín aðra leið) þannig að eftir hvíldarstund fórum við að skoða skólahúsið
og voru þar menn að styrkja gólfið svo hægt yrði að dansa þar, bjuggust þeir við allt að 60 manns á dansleikinn
Gunni var eitthvað að spekúlera þarna þegar við erum að spjalla við manninn og spyr hvort það geti verið að hann hafi búð í Keflavík og viti menn hann hafði verið lögga í 40 ár í Keflavík og þegar hann komst að því hverra manna Gunni var gat hann gefið út staðfestingu á að Gunni er besta skinn hehe. Þessi maður hafði alist upp í Sæbóli og fermdist árið 1943 og þá höfðu 12 krakkar fermst það árið. (Greinilega búið eitthvað fleiri þá en núna hehe) Síðan var tölt til baka. Nú var háfjara svo við sluppum við keðjuna og klifruðum bara upp klettana sem var miklu auðveldara. Síðan skoppaði maður bara milli steina í rólegheitum. Þetta var frekar langt en við mössuðum þetta eins og allt annað
þegar við óðum árnar voru þær orðnar heitar og fínar. Síðan fengum við okkur kvöldmatinn á ströndinni hjá sefinu þurrmatur jammijamm
Um kveldið eftir fjörugar umræður um allt og ekkert og nokkra snafsa þá var ferðasagan kláruð. Gaman að heyra svona sögu, þeir sögðu svo skemmtilega en orðalagið hjá þeim var samt stundum svo skrítið.
FIMMTUDAGUR 4 göngudagur
Vá hvað tíminn líður bara einn göngudagur eftir og skal gengið yfir á Hesteyri. Vorum við lögð af stað upp úr 09:00 þurftum við að fara yfir eina á sem var bara notalegt sendin og fín. Veðrið geggjað eins og alla hina dagana. Þetta er mjög skemmtileg gönguleið, góðir stígar þannig að þetta var auðfarið. Á Hesteyri er mjög fallegt eins og allsstaðar. Við komum við í Læknishúsinu og fengum kaffi og vöfflur. Sú gamla þar fannst ekki leiðinlegt að segja frá og var tilbúin til að segja margar sögurnar
( við prufuðum líka þetta fína klóset hehe) ákveðið var að fara Miðvíkina til baka er hún ekki alveg eins auðfarin en skemmtileg engu að síður. Með góðri hjálp frá Villu massai ég þetta alveg.
Svo þegar ég er að fara fram hjá einhverjum runnanum þá ráðast á mig geitungar og einn gerir sér lítið fyrir og stingur mig i bakið. OG ÞAÐ VAR VONT en fékk afterbite frá Gunna og svo var málið dautt. Í ánni í víkinni voru bæði litlir silungar og sandkolar og reyndi Gunni að veiða þá með stöng sem einhver hafði skilið eftir en engin vildi bíta á, þá tók Brói á það ráð að stinga sér út í á fallega rauðum naríum í von um að ná á grillið en ég hef grun um að þeir hafi orðið svo skelkaðir (fiskarnir sko) að þeir fóru langt út í ballarhaf aftur hehe. Þegar við komum aftur í tjaldbúðirnar var strax ráðist í að elda dýryndis lambalæri og strákarnir fóru að grafa stóra holu og settu kol í hana eftir kúnstarinnar reglum, lærinu troðið í. Brói fór á stúfana og fann grillgrind svo við gætum grillað kartöflurnar líka með. Svo átti eftir að klára nokkra snafsa og eftirrétturinn ummmmmmmmm ávaxtagrautur með rjóma sam..... James Bond kom á svæðið og bauð upp á wisky. ´Hann átti flottan bústað sólarmegin í víkinni og gortaði hann yfir að hafa sólina miklu lengur en hinir hehe. Hann var svo fullur að hann man ekki eftir okkur daginn eftir hehe. Gunni tók lærið þegar búið var að skera næstum allt af því að stakk því í holun aftur til að restin yrði kruns. Þá misstu Gulla og Bryndís sig og urðu eins og villimenn við að eta restina
hehe. . Síðar var tekin skoðunarferð um plássið sem einu sinni var og alltaf sér maður eitthvað nýtt.
FÖSTUDAGUR aftur í menninguna
Nú skildi halda heim á leið. Höfðum við alltaf verið að rekast á Sigurlaugu og Magnús og nú ætluðu þau með sama bát og við til Bolungarvíkur. Þegar maður kom út úr tjaldinu var þoka yfir öllu. Öldungarnir sögðu nú að þetta yrði farið um hádegi og þeir höfðu víst rétt fyrir sér. Báturinn kom kl. 10:00 og við fórum í sund um leið og við komum á Bolungarvík. Maður hafði ekki farið í bað í tæpa viku og það gerist ekki oft. Var það mjög svo gott þegar vatnið skolaði skítinn af okkur. Svo var farið í heita pottinn og rennibrautin prufuð. Á Ísafirði voru búðir skoðaðar og einhverjir versluðu eitthvað fallegt. Áttum við pantað borð í Tjöruhúsinu er er þar bara fiskihlaðborð. Þetta var geggjaður matur og frábær þjónusta nema þegar stúlkan var að setja Grand Mariner í staupið mitt að hún hættir í miðjum klíðum og fer að skipta um kaffibrúsa fyrir Sveinbjörn daaaaaaa ég átti ekki til orð yfir þessu og hún skammaðist að gaf mér smá meira grand í staðin hehe.
TAKK FYRIR MIG FRÁBÆRA FÓLK, ÉG HLAKKA TIL ÞESS AÐ EIGA FLEIRI FLOTTAR STUNDIR MEÐ YKKUR.
Athugasemdir
Þetta hefur verið æðisleg ganga og flottar myndirnar.
Annars var ég farin að halda að þú værir komin undir
græna torfu. Sem betur fer er það nú ekki. Ertu ekki enn
í Grindavík.
Með kveðju úr Seylunni
seylubúarnir (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.