8.6.2010 | 21:24
Letibloggari :)
Ég er búin að vera virkilega léleg að hanga á netinu undanfarið. Spurning hvers vegna. Helgin er búin að vera virkilega frábær. Sjóarinn Síkáti var haldin hér í Grindavík með allri sinni dýrð. Var hverfum skipti í liti og við vorum rauð.Stelpurnar hans Þormars voru virkilega duglegar að skreyta húsið okkar með rauðu dóti. Buðum við fullt af fólki í fiskisúpu og komu um 25 mans. Súpan heppnaðist mjög vel og notuðum við þorskkinnar og skötuselskinnar mmmmmmmmmmmm bara gott. Um 10 leytið um kveldið fórum við svo niður á bryggju til að hlusta á Ingó og Veðurguðina og dansa svoldið sem var rosalega gaman.
Á laugardeginum vorum við á bryggjunni að hitta fólk og bíða eftir að stelpurnar myndu þora að hoppa í sjóinn ekki þorðu þær því þær fóru bara smá ofnaí. En hún Hildur stökk í sjóinn í flotgalla og var hetja kvöldsins. Svo var farið heim að grilla og hafa gaman. Sem sagt frábær helgi. Það kom um 40 mans til okkar þessa helgi en ekki alveg allir á sama tíma. Mest var á föstudagskveldinu eða um 25 mans. Margir voru alla helgina en aðrir styttra.
Nú er ég alltaf að vinna í Hafnarfirði og svo var ég að bæta við mig aukavinnu við að sjá um bókhaldið. Og er það svoldil mikil vinna fyrst á meðan ég er að koma öllu á réttan stað en svo verður þetta flott. Kíki þá bara 2-3 í mán og athuga með strákana hehe.
Lífið gengur sem sagt bara vel. Pabbi fer alveg að verða klár með bátinn . Ég er alltaf að sjá það betur og betur að ef maður setur sér markmið og stendur með sjálfum sér þá gengur allt miklu betur. Mér hefur gengið vel á þessu ári með að standa með mér, setja mér markmið, og smátt og smátt rætast mínir draumar. Ekki kannski alveg eins og ég vildi hafa þá en samt í þá áttina.
Allt mitt líf hef ég verið að berjast við drauga og vandamál og ekki skilið neitt hvers vegna ég hef ekkert getað komist áfram í lífinu en nú veit ég að þetta eru afleyðingar. Og þegar maður veit aaaaaaaaaa ég hagaði mér svona... vegna þess að..... þá skilur maður betur hlutina og getur tekist á við þá. Áður fyrr setti ég bara upp eina af mínum mörgu grímum og hugsaði svona vill fólk að ég hagi mér í dag. Í dag bið ég guð á hverjum morgni um að hjálpa mér að vera ég sjálf grímulaus og tekst það þokkalega. Stundum dett ég eða hrasa en það er allt í lagi ég er komin með verkfæri til að standa um og vera stolt af sjálfri mér.
Stjörnuspá - 8. júní 2010
fyrir 21. apríl 1966
Þú ert kraftmikil og ákveðin í dag, en einnig spennt og jafnvel svolítið 'aggressív'. Það er best að leggja áherslu á líkamlega athafnasemi, vinna af krafti, fara í göngutúr og vera útivið. Með öðrum orðum, reyna á þig. (Sól 45 gráður Mars)
Athugasemdir
duglega kona ;-)
Álfheiður H. Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 01:01
Amm þú ert alger letibloggari, en gaman að lesa frá þér þegar þú loksins birtist
Birna Dúadóttir, 9.6.2010 kl. 09:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.