Ef maður biður fallega þá fær maður það :)

En kannski ekki alltaf eins og maður vildi fá það LoL Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að okkar tími er svoldið ákveðinn en stundum getur maður gripið inn í ef maður vill ekki Blush 

Í vetur hef ég verið að vinna í lítilli fiskverkun og þar hefur verið mikið fjör og mikið gaman. En alltaf vitað að þarna get ég ekki verið allar mínar stundir vegna handa minna Errm svo þetta yrði bara tímabundið hugsaði ég Wink En hvursu lengi hmmmmmmmm svo fór báturinn á snurvoð og varð minna að gera og við sáum framá að í sumar yrði lítið að gera nema viðhald og smá útflutningur.

Í allan vetur hef ég verið að skoða markaðinn sko vinnumarkaðinn og sótt um hin og þessi störf en ekkert gerst í þeim málum. En um daginn þá var hringt út af starfi sem ég hafði sótt um Smile og BINGÓ ég fékk hana. Ég er nefnilega svo frábær að hann valdi mig W00t Byrja í lok þessa mánaðar og lalalalala bara gaman.

Í gær vorum við Þormar á fundi um stóra göngu í sumar og var mikill spenningur í liðinu mar. Erum við með plan A sem er á Vesturlandi og svo plan B sem er fyrir norðan.  Var setið og spekúlerað fram á nótt hehe.

Þið eruð æðisleg og viti menn ég líka hehe

Stjörnuspá - 7. apríl 2010
fyrir 21. apríl 1966

Nú er viss spenna í loftinu sem getur skapað smá stress. Það er því gott að verja tíma í athafnir sem krefjast orku og áreynslu, til dæmis að vera útivið og gera æfingar sem slaka á líkama og tilfinningum. Einnig er ágætt að hlusta á skemmtilega tónlist. (Tungl 90 gráður Sól)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Til hamingju með vinnuna, þú ert frábær

Birna Dúadóttir, 7.4.2010 kl. 15:55

2 identicon

Til hamingju með nýja starfið, þér á örugglega eftir að ganga vel .

Það þarf nú ekki að taka fram að þú ert eins og þú ert dugleg stúlka.

Og frábær í alla staði.

seylubúarnir (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband