Saman um jólin:)

Gleðileg jól öll saman Smile Er búin að eiga yndislega daga Wink Var sótt á Þorláksmessu af tengdadóttir minni og eftir mikla lyklaleit þá fórum við á Selfoss með veika skottu í bílnum. En hún sofnaði svo litla greyjið eftir að hafa ælt sig alla út. Anna María var búin að bjóða systrum Gunnþórs í pizzaveislu. Pizza alla Anna er spes en æðislega góð (hún yrði rekin á pizzastað því áleggið var svo mikið ) bara yndislegt. 

Á aðfangadag sauð ég möndlugrautinn og Gunnþór hélt að ég væri að elda fyrir alla á Selfossi en svo var nú ekkert mikið eftir því þetta reyndist hin ágætasti grautur. Systur Gunnþórs og Jóa komu lika þær Elsie og Rúna. Og að þessu sinni vann Gunnþór. Hann hefur ekki fengið möndluna síðan 1987 (hann hefur gott minni ) Þetta var skemmtileg stund og litla Gullið mitt borðaði vel og allir héldu að nú væri henni farið að batna engin hiti og henni virtist líða vel svo við klæddum okkur í snjóföt og fórum út að labba í snjókomunni og bjuggum okkur til snjókall 


24122010055

þegar við komum til baka. Veðrið var yndislegt.

Kvöldið var yndislegt. Litla Gullið var reyndar búin að vera ælandi frá kl.5 en hafði sofnað rétt fyrir 6 og svaf til kl. 8 þá vaknaði hún og var hressari. Maturinn var mjög góður sósan geggjuð (Anna hafði smá áhyggjur því hún hafði ekki gert hana sjálf áður). Svo þegar líða tók á nóttina þá fórum við Jói heim. Gunnþór og Anna þið eruð höfðingjar heim að sækja. Gaman að vera hjá ykkur.  

Jói Mundi kom og borðaði hjá mér á jóladagskvöld og áttum við frábæra stund saman. Á annan í jólum fór ég í mat til Arnars og Ellu Stínu :) fékk þar grillað lambalæri, greyjið Arnar var rekinn út í brjálað veður til að grilla hehe nei það virtist vera gott skjól hjá þeim þarna í Grafarvoginum. Maturinn var æðislegur og heimalagaði ísinn frábær. Svo fórum við að spila Party Alians á eftir og það fór ekki alveg eins og það átti að fara því mitt lið vann ekki hehe. Þið eruð frábær öll með tölu :) við vinnum bara næst.

Fyrir rúmlega ári lofaði ég mér því að hugsa vel um mig og hef svona að mestu leiti gert það en átt líka slæma tíma en svo bara gerðist það í gær að ég fékk svæsna hálsbólgu og ætlaði bara að bíta hana af mér en ákvað svo að hugsa vel um mig núna (það gerir það engin annar) og tilkynnti veikindi í morgun. Þetta hef ég ekki gert í mörg ár (nákvæmlega 10 ár síðan ég lá heima með hálsbólgu) . Enda greinilega borgar þetta sig því ég er öll að koma til. Verð orðin góð á morgun (eins gott) ætla nefnilega að heimsækja skemmtilegar stelpur og við ætlum að borða saman og spila. Ólöf systir kemur vonandi með dúlluna hana Jódísi og spilin frægu hehe. Ég pant vinna hehe.

Stjörnuspá Nautsins.

Þú ert lífleg og upptendruð, en einnig frumleg og skapandi. Þetta er því góður dagur fyrir athafnir og ný verkefni. Notaðu tækifærið og gerðu tilraunir í vinnu eða leitaðu nýrra leiða til að framkvæma hlutina. Pældu t.d. í nýju sporti eða útivist.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að þú hefur haft það notalegt um jólin.

Vonandi verður nýja árið þér gott og gæfuríkt.

  Með áramóta og nýárskveðjum úr Seylunni.

seylubúarnir (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband