Að taka sér pláss

Jæja þá er frábær en mjög annasöm helgi að baki og ég gerði mér lítið fyrir og fór út að skemmta mér bæði föstudags- og laugardagskveld W00t Svo skrapp ég í Þórsmörk á laugardeginum og það var frábært veður og litirnir geggjaðir. Við komumst bara í Bása því Krossá var ófær en það var þarna smá sýning fyrir ferðamenn. Maður á stórum jeppa á 46" dekkjum tók smá sýningu og var það mjög flott Wink Mér finnst ég eitthvað öðruvísi núna en öll haust áður því þá sá ég ekki þessa frábæru liti í náttúrunni eins og ég geri núna. Allsstaðar er allt svo fallegt. Kannski er ég bara opnari fyrir fegurðinni. 

Já og ekki má gleyma fyrirsögninni Cool Þetta er víst eitthvað sem ég þarf að læra að taka mér pláss. Ég á það til að gera pláss fyrir alla aðra en svo þegar kemur að mér úps allt bú hehe og ég segi alltaf ekkert mál. Maður er svo vanur þessu að ég tek ekki einusinni eftir þessu. Sálinn minn sagði við mig um daginn að nú væri tíminn að læra að taka sér pláss Blush Ég tók mér pláss um helgina og lifði það af hehe. Góðir hlutir gerast hægt. Knús í hús þar til næst Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Eftir rúmlega 20 ára vinnu með sjálfa mig, er ég enn að eiga við þetta sem þú talar um, að taka frá pláss fyrir mig  Svo að góðir hlutir gerast hægt, það er pottþétt  Eigðu góðan dag  Þangað til næst

Birna Dúadóttir, 11.10.2010 kl. 11:36

2 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Uuu...ætli þetta sé ekki nokkuð landlægt, a.m.k. hjá okkur mæðrunum, við setjum alltaf sjálfar okkur aftast. En frábært að þú ert farin að taka frá pláss fyrir þig  Og það er alveg pottþétt, að góðir hlutir gerast hægt, en eins og ég segi oft; hvert hár gerir skugga

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 12.10.2010 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband