Verslunarmannahelgin

Þetta árið ákvað ég að skreppa austur J Lagði af stað um hádegi á fimmtudegi.  Fyrst á Höfn til ömmu grænu og var þar fram á laugardag , ætlaði ég svo að vera á Djúpavogi laugardag og sunnudag en það breyttist allt !  J Anna Sigrún og Biggi  buðu mér að koma upp á Hérað og vera með þeim að þvælast. Ætlaði ég að ganga á Goðatind með Stjána en hann kom bara líka með upp á Hérað og svo komu Ásdís og Siggi líka JBreyttum þessu í jeppaferð Þvældumst við um allt. Á Laugardeginum fórum við að skoða Eyjabakka, Sauðárvatn, Kárahnjúka (þar var lónið orðið fullt og rann úr því í gil101 (Stjáni hvað heitir gilið aftur hehe) Ekkert smá flott.094 Næst skoðuðum við Laugavelli, þar er víst mjög reimt og svo er hægt að skella sér í heita sturtu því þar er heit uppspretta sem rennur í ánna í litlum fossi 125og fólk baðar sig þar og er í heitum potti 130sem búið er að  hlaða þarna, bara snilld J. Síðan var ákveðið að skerpa í Sæmundarsel og fann ég þann stað ekki á kortinu bæði vegna þess að hann heitir Sænautasel (fleiri en ég sem tala hratt hehe) og svo var hann bara út úr korti hehe. Á Sænautaseli fengum við okkur rúsínulummur og kaffi frekar gott miðsíðdegiskaffi. Hittum við Ninna og Stefu. Þau dvöldu í Löngubúð þarna um helgina. Þótti mér vænt um að hitta þau. Þau eiga alltaf spes pláss í hjartanu mínu.  Komum við frekar seint að Einarstöðum (þar sem við gistum í sumarbústað)  það var strax rokið í að grilla og átum við dýrindis grillmat um hálf 11 bara snilld JÁ sunnudeginum var ákveðið að fara í Loðmundarfjörð og  lögðum við af stað um hálf 11 með nesti og góða skapið JÞegar við komum í Húsavík var súld og þoka en fundum þarna flottan skála sem við skoðuðum og smökkuðum nestið okkar. Þessi skáli er í eigu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs. Vorum við mjög bjartsýn á að eftir smástund myndi stytta upp og létta til og þegar við komum í Loðmundarfjörð var það einmitt það sem gerðist. Þokunni létti og skýin hypjuðu sig út á haf hehe. Þarna er mjög grösugt og fallegt mikið af blómum og líka tegundum sem maður hefur aldrei séð (ekki það að ég sé mjög fróð hehe) Það er líka nýr skáli í Loðmundarfirði í eigu sömu aðila. Hann er stærri en í Húsavík. Skálavörðurinn þarna var frá Klippstöðum sem er við kirkjuna í Loðmundarfirði.  Kirkjan er frá því 1895 og er aðeins farið að sjá á en lítil og falleg (finnst mér J)  Anna Sigrún missti sig aðeins í steinana þarna sem eru mjög fallegir og skildum við hana bara eftir og fórum upp í steinanámu sem er upp á fjallinu (veit ekki hvað það heitir) þarf að redda mér betra korti J Tók ég 3 steina með mér J en útsýnið og fjallafegurðin þarna er stórkostleg.022 Var Anna Sigrún búin að tína í góðan bónuspoka af steinum þegar við komum til baka. Ásdís var komin með í einn bakpoka.  Úr Loðmundarfirði fórum við aftur í Húsavíkina og skoðuðum kirkjuna þar líka, núna var þokan farin og sólin farin að sína sig töluvert J Gáðum við að mannabeinum í kirkjugarðinum því hann var alveg við fjöruna og hafði brotnað af honum og kom það í fréttum fyrir nokkrum árum þegar beinin stóðu út úr moldinni J nú var búið að girða vel fyrir svo það gerist ekki JÚr Húsavíkinni fórum við í Breiðuvík og þar var ekki síður fallegt og ég féll fyrir fullt af seinum og fyllti vasana mína af litlum slípuðum steinum úr fjörunni vááá hvað þeir eru fallegir eins og allt þarna. Maður var eins og í álögum, með stjörnur í augum því þarna var allt svo fallegt. Í Breiðuvík er líka nýr skáli. Ekkert smá flottir allir saman. Þurfti ég að greiða fyrir að fara á klósetið en sá ég nú ekki eftir því J því þetta er í óbyggðum og mundi ég alveg eftir því í Aðalvíkinni þegar maður þurfti að fara á kamarinn (frekar vond lykt þar) Þannig að einhvernvegin verður að finna peninga til að borga fyrir herlegheitin J Fórum við aðra leið upp úr víkinni og þegar við komum upp þá missti ég hökuna alveg niður í maga J 239útsýnið er geggjað, fjallasýnin, litirnir og allt þarna er geggjað. Vaááá´mar . Tók ég nú nokkrar myndir J Þarna er útsýnisskífa til að sjá hvað fjöllin heita 275og fleiri staðir JSáum við líka ofaní Brúnuvík en fórum ekki þangað heldur enduðum við í Borgarfirði Eystri og leituðum við uppi einhvern stað til að geta fengið að borða og fundum við Álfakaffi og þar fengum við okkur Fiskisúpu. Þarna voru borðin úr slípuðum steini mjög sérstakt og flott.  Þegar við komum upp úr Njarðvíkinni var sólin að síga á bak við fjall og það var logn úti og þetta var falleg sýn. 356Frábært til að ná sólarlaginu í lok frábærs dags. Daginn eftir fórum við Stjáni á Djúpavog því ég átti eftir að  heimsækja sandana mína og sundlaugina áður en ég færi í rjómatertu til ömmu grænu. Á þriðjudeginum keyrði ég svo heim. Kom við á Selfossi til að knúsa Gulluna mína JÁgætishelgi í alla staði, náði að dreifa huganum og lét mig hugsa um eitthvað annað en það sem hefur gengið á í mínu lífi  undanfarið og það sem ég er að takast á við þessa dagana.En eins og sjá má þá birtir alltaf upp um síðir og eins kemur það til með að gera í mínu lífi. Tíminn græðir öll sár.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Flottust

Birna Dúadóttir, 16.8.2010 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband